miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Fékk yfirlesna próförk að handritinu í morgun og við ákváðum kápumyndina, höfðum úr fimm versjónum að velja. Það lítur út fyrir að bókin verði rúmlega 130 síður. Er þá ekki verið að teygja úr og notast við vandræðalega stórt letur. Bókin mun heita Tvisvar á ævinni og í henni eru 9 mislangar smásögur. Útgefandi er Skrudda. Já, hlæið bara að því, eða ekki. Þarna verða ekki ómerkari menn en Flosi Ólafsson, Ólafur Haukur Símonarson og Ian Rankin í haust. Það hefur verið stefna mín að vaxa á markaði með nýju og vaxandi forlagi. Stóru forlögin hafa takmarkaðan áhuga á manni sem orðinn er þekkt stærð (eða þekkt smæð) sama hvað hann skrifar vel, annaðhvort þarf fólk að vera þekktar gullkistur eða uppgötvun snillinganna í útgáfustjórninni. Þetta gæti lukkast þokkalega, mér virðist minni rolugangur vera þarna en á ýmsum öðrum smáum útgáfum, eiginlega enginn. Bókin á að koma út seinnipartinn í október.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú ættir kannski að setja link á http://www.skrudda.is hér til hliðar. Síðan fá sjálfan þig inn á höfundalistann á heimasíðunni þeirra.

1:14 e.h., ágúst 20, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú ættir kannski að setja link á http://www.skrudda.is hér til hliðar. Síðan fá sjálfan þig inn á höfundalistann á heimasíðunni þeirra.

1:14 e.h., ágúst 20, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Sæll/sæl og þökk fyrir innleggið. Ég sýð saman texta eftir helgina og sendi þeim með mynd. Eftir að það er komið upp á síðuna þeirra verður tengill þaðan inn á þessa síðu.

1:18 e.h., ágúst 20, 2004  

Skrifa ummæli

<< Home