þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Funda með sveittum í fyrramálið um kápu, titil á bók og fleira. Ætla m.a. að koma upplýsingum með mynd inn á vefinn þeirra. Ég geri mér vonir um að þessi kápa verði sterkari en kápur síðustu bóka minna þó að þær hafi allar verið smekklegar. Við stefnum mjög meðvitað að því að auka eitthvað söluna hjá mér með ódýrum aðgerðum. Það verður forvitnilegt að sjá hvort það tekst.