sunnudagur, ágúst 22, 2004

Ég var bara bolur í gærkvöld, fyrir utan það að ég var ekki fullur. Við vorum öll 4ra manna fjölskyldan á hafnarbakkanum og hlustuðum á tónleikana. Mér fannst allar hljómsveitirnar standa sig vel, enda hef ég ekki sama vitið á músík og bókmenntum. Írafár er t.d. bara ágæt rokkhljómsveit þó að börn elski söngkonuna þá er músíkin ekki smábarnaleg. Mér finnst þau oft sýna metnað í lagasmíðum og útsetningum og með köflum klassíska rokktakta. Brimkló er einstaklega vel spilandi og syngjandi band og Egó á skemmtileg lög sem maður þekkir. Það var gaman að Egó skyldi byrja á Clash-laginu Guns of Brixton, Clash er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum. Ég nenni ekki að kommenta á flugeldasýninguna, ekki jafn hrifinn af flugeldum og margir aðrir.

Um daginn fór ég á tónleika Eivarar Pálsdóttur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Kannski sýnir það músíkplebbann í mér að eftir að hafa hlýtt á frábæran söng stúlkunnar um stund fór ég að þrá aðeins meira fjör í spilið því lögin hennar eru afskaplega róleg. Annar dagskrárliður var ljóðalestur Gyrðis Elíassonar sem var afar vel heppnaður, efnið gott og skilaði sér vel. Þó var nokkur truflun af tvennu: farsímar hringdu ótt og títt í salnum og margir töluðu í símana sína. Plebbaskapur af verstu gerð. Einnig var bagalegt að óvenjumargir voru með ungabörn og smábörn með sér sem ýmist hjöluðu hátt eða grétu. Þó að fólk hafi álit á börnunum sínum eru það samt ekki fullmiklar kröfur að ætlast til þess að þau kunni að meta ljóð Gyrðis Elíassonar um eins árs aldur?

Á föstudagskvöld fór ég á tónleika Lou Reed sem voru mjög vel heppnaður. Hljómsveitin hans er greinilega hæfileikarík og vel samæfð. Sellóleikurinn var stórkostlegur.

Í dag er sunnudagur og ég sestur við tölvuna til að glíma við grein sem ég er búinn að lofa Kistunni. Auk þess þarf ég að glugga meira í próförkina að bókinni margumræddu.

2 Comments:

Blogger oakleyses said...

north face jackets, lululemon outlet, babyliss pro, vans outlet, birkin bag, insanity workout, giuseppe zanotti, asics shoes, mac cosmetics, abercrombie and fitch, canada goose outlet, ghd, nike roshe, uggs on sale, ugg boots, nike trainers, herve leger, soccer shoes, ugg soldes, replica watches, p90x workout, soccer jerseys, ferragamo shoes, beats headphones, uggs outlet, longchamp, valentino shoes, ugg outlet, marc jacobs outlet, jimmy choo shoes, ugg, instyler ionic styler, mcm handbags, mont blanc pens, new balance outlet, uggs outlet, chi flat iron, canada goose, ugg boots, reebok shoes, canada goose outlet, canada goose outlet, hollister, nike huarache, wedding dresses, bottega veneta, celine handbags, north face outlet, nfl jerseys

8:54 f.h., nóvember 28, 2014  
Blogger oakleyses said...

moncler, links of london uk, moncler, moncler outlet, juicy couture outlet, uggs canada, moncler outlet, supra shoes, canada goose pas cher, hollister canada, louboutin, hollister clothing, baseball bats, iphone 6 case, toms outlet, canada goose, swarovski uk, replica watches, wedding dress, juicy couture outlet, timberland shoes, converse shoes, parajumpers outlet, pandora jewelry, gucci, moncler, hollister, moncler, thomas sabo uk, swarovski jewelry, nike air max, pandora charms, vans, montre femme, oakley, pandora uk, louis vuitton canada, karen millen, converse, air max, ray ban, lancel, coach outlet, ralph lauren, canada goose, moncler, ugg, canada goose

9:03 f.h., nóvember 28, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home