fimmtudagur, september 09, 2004

Einhver maður er búinn að safna saman haug af bloggsíðum, þar á meðal minni. Ég sker mig nokkuð úr hópnum og virðist hafa lent þarna vegna stjórnmálaskoðana þó að aldrei hafi ég verið virkur í flokkstarfi. Flest hitt fólkið er meðlimir í ungmennadeildum Sjálfstæðisflokksins, háskólanemar á þrítugsaldri. Fólkið virðist vandað, heilbrigt og vel gefið, en það er sama hvað ég reyni, ég get ekki látið eitt einasta orð á bloggsíðunum þess vekja mér áhuga. Og þar með á ég auðvitað erfitt með að trúa því að nokkur geti haft áhuga á því að lesa þessa síðu mínu, enda eru lesendurnir vafalaust ekki margir.

Hvers vegna er þetta ekki áhugavert? Þetta eru lýsingar á hversdagslegu lífi og ég er rithöfundur sem legg mikið upp úr lýsingum á hversdagslífi og ég er gluggagægir að eðlisfari. En málið er það að bloggsíður eru ekki fyrir gluggagæja, þær eru óáhugaverðar fyrir rithöfund vegna þess að viðfangsefnið sjálft ræður ferðinni. Þegar fólkið sjálft hefur yfirhöndina og stjórnar sýningunni á sér þá er það ekki spennandi. Allt annað mál að hlera rifrildi þess eða fylgjast með því þegar það skoðar sjálft sig í spegli án þess að hafa hugmynd um að nokkur sé að fylgjast með því. Eða að fá einfaldlega að leggja fyrir það nokkrar spurningar sem það er ekki búið undir.

2 Comments:

Blogger qinaide said...

new balance chaussure avis Même Air Jordan Eclipse Chaussures les dames portaient le chaussures asics homme badminton Stetson avec new balance soldes homme Annie Oakley et new balance blanche comptoir des cotonniers Dale Evans. nike air max 1 gs femme Cela peut être Air Jordan 6 Baskets peut-être leur couleur nike internationalist femme rose sunset ou même nike air max thea marron gris la conception de base asics gel runmiles femme avis qu'ils ont. asics gel femme go sport

4:07 f.h., ágúst 03, 2018  
Blogger qinaide said...

0802jejenew balance chaussure avis Même Air Jordan Eclipse Chaussures les dames portaient le chaussures asics homme badminton Stetson avec new balance soldes homme Annie Oakley et new balance blanche comptoir des cotonniers Dale Evans. nike air max 1 gs femme Cela peut être Air Jordan 6 Baskets peut-être leur couleur nike internationalist femme rose sunset ou même nike air max thea marron gris la conception de base asics gel runmiles femme avis qu'ils ont. asics gel femme go sport

4:08 f.h., ágúst 03, 2018  

Skrifa ummæli

<< Home