laugardagur, apríl 05, 2008

Með gjallarhornið á Café Roma

Ókei, þið vitið nokkurn veginn hvernig þetta gengur fyrir sig á laugardögum.

Reyndar byrjaði þetta með körfubolta með Kjartani. Við notumst við körfu sem fest er á bílskúr nágrannans. Fimm ára stelpa í kjól fylgdist með okkur og afþakkaði fyrst að vera með. En eftir að hafa horft á okkur um stund kom í hana fiðringur og hún þáði að fá að skjóta í körfuna. Þegar henni loks tókst að koma boltanum í körfuna var gaman hjá okkur öllum - ein af þessum pínulitlu töfrastundum í tilverunni.

Í skokkinu á eftir mætti ég tveimur konum á aldur við mig sem voru að tala um sparnaðarleiðir. "Hvaða vextir eru aftur á peningabréfum?" spurði önnur. Ég gat ekki annað en velt fyrir mér hvort þetta væri tímanna tákn, mómentið þegar þjóðin snýr við blaðinu, úr eyðslu í sparnað.

Erla var á skíðum og Freyja farin í sund með einhverri annarri stífmálaðri stelpu. Málningin lekur af þeim í lauginni og svo þurfa þær að mála sig aftur, kannski í hálftíma, áður en labbað er um hverfið.

En Kjartan var heima með vini sínum. Ég rak þá úr tölvunni og sagði þeim að fara út að leika sér. Þá sagði vinurinn: "Stop whining." Mig rak í rogastans því þetta er einn af þeim mörgu frösum sem ég bauna á fólk dagsdaglega. "Hef ég einhvern tíma sagt þetta við þig?" spurði ég strákinn. Svo var ekki. Kjartan hafði gert það. Frasarnir mínir rata til hans og frá honum til vinanna.

Síðan var ætlunin að leggja af stað á hjólinu upp á Hlemm, á Café Roma, Rauðarárstíg, tæknilega á Laugavegi, en þá var hringt úr vinnunni og ég varð að leysa eitt verkefni í símanum í rúman hálftíma. Í gærkvöld þurfti ég að taka heim með mér aukaverkefni úr vinnunni og kláraði það í nótt. Það er búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarið en auðvitað kann það að breytast, auk þess sem ég er ekki endilega mælikvarðinn á verkefnaflæðið í vinnunni, tilviljanir geta ráðið því hvort mikið er að gera hjá mér eða ekki. En þetta er engu að síður dálítið skrýtin staða í krepputalinu öllu.

Punkturinn sem ég vil síðan skilja eftir hér núna er nokkuð sem hefur verið rætt töluvert annars staðar. Má nefna nýjustu greinina á andriki.is og umræður í kommentakerfinu hjá Agli Helga fyrir stuttu. En það er sú fyrirætlan að íslenska ríkið taki erlend lán til að koma bönkunum til hjálpar. Andríki þykir þetta ótækt - að íslenskir skattgreiðendur séu að taka stór og afar óhagstæð lán til bjarga þessum risafyrirtækjum frá vanda sem þau að miklu leyti bera sök á sjálf. Aðrir segja: Þessi stuðningur þarf að vera skilyrtur með eignarhlutum - þannig að útkoman er þjóðnýting að hluta. Gallinn er sá að tilhugsunin um ríkisbanka vekur ekki endilega upp góðar minningar. Fólk vill að bankakerfið sé í einkaeign en það vill kannski líka að stærð bankanna sé ekki alveg út úr korti við stærð þessa hagkerfis. Hvað á þjóðin að gera? Við sitjum uppi með þessa banka þó að við eigum þá ekki, hrun þeirra hefði geigvænlegar afleiðingar fyrir hag okkar allra. En það er óþolandi staða að þurfa að blæða fyrir mistök þeirra.

Einhver getur líka sagt: Ríkið getur alveg lánað bönkunum og bankarnir borga til baka í ríkiskassann. En hér er um að ræða upphæðir sem meirihluti fólks getur engan veginn gert sér í hugarlund. Og hversu hagstæð eða óhagstæð yrðu þau lánakjör? Þjóðfélagið allt hlýtur að tapa á þessum gerningi en hugsanlega er hann óhjákvæmilegur. Það er óþolandi.


Góða helgi.

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ef það verður ofan a að rikið hlaupi undir bagga með bönkunum þa eru þessar ofurlaunafigurur sem attu að geta allt og voru magnaðisti mannauður sem Island hefur alið af ser, versti brandari Islandssögunnar.

Mikið djöfull myndi það pirra mig ogeðslega að þurfa að blæða i gegnum skattana lika gagnvart þessum helvitis bönkum. Það er andskotans nog að þurfa að sætta sig við vaxtavöndinn a berann afturendann daginn inn og daginn ut.

8:22 e.h., apríl 05, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Síðast þegar ég frétti námu skuldir bankanna margfaldri landsframleiðslu. Þannig að ekki fæ ég séð hvernig ríkið á að geta hjálpað nokkuð.

9:22 e.h., apríl 05, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Við skulum nú vona að ekki standi til að slá lán fyrir samanlögðum heildarskuldum bankanna. Fyrr má nú vera.

9:46 e.h., apríl 05, 2008  
Anonymous Nafnlaus said...

Slá lán sem er hvað, um tuttugufalt stærra en Ísland? Ég bæði efast um og vona að við höfum ekki slíkt lánstraust.

10:25 e.h., apríl 05, 2008  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Nei, ég meinti, svo stórt verður lánið ekki. Þetta snýst ekki um að hreinsa upp allar skuldir bankanna, auðvitað skulda bankarnir áfram eins og öll stórfyrirtæki, eins og öll fyrirtæki, eins og allir. Þannig að stærðin heildarskuldir bankanna segir langt frá því alla söguna. Það var nú það sem ég var að meina, í svarinu áðan.

10:37 e.h., apríl 05, 2008  
Blogger oakleyses said...

jordan shoes, tory burch outlet online, louis vuitton outlet online, ray ban sunglasses, louis vuitton, louis vuitton handbags, christian louboutin shoes, cheap oakley sunglasses, true religion outlet, michael kors outlet online, oakley sunglasses, michael kors outlet online, burberry outlet online, ray ban outlet, tiffany jewelry, louis vuitton outlet, longchamp outlet, red bottom shoes, coach outlet, kate spade outlet online, kate spade outlet, longchamp handbags, michael kors handbags, michael kors outlet online, burberry outlet online, louis vuitton outlet, polo ralph lauren, michael kors outlet, gucci handbags, longchamp outlet online, nike outlet, true religion, coach outlet, nike air max, coach outlet store online, tiffany and co jewelry, chanel handbags, nike free, christian louboutin outlet, michael kors outlet store, polo ralph lauren outlet, nike air max, christian louboutin, coach purses, prada handbags, oakley vault, prada outlet

3:04 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

3:43 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

3:53 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home