fimmtudagur, janúar 15, 2009

Hillir undir útgáfu í Englandi

Commapress á Englandi, sem einu sinni birtir eftir mig smásögu, var að senda mér og Skruddu tölvupóst og biðja um útgáfurétt af Tvisvar á ævinni, smásagnasafni eftir mig sem kom út árið 2004. Þeir biðja um eintak af bókinni til að nota sem gagn í umsókn um þýðingarstyrk.

Commapress er frekar low-profile forlag sem sérhæfir sig í smásögum en nýtur mikillar virðingar. Alveg eins má búast við að svona bók seljist ekki nema í 500 eintökum á Englandi. Einn verulega góður ritdómur í virtu blaði getur hins vegar tosað söluna upp í 2000 eintök.
Þannig að þetta verður á lágu nótunum en samt skemmtilegt.

Ég held að bókamarkaðurinn í Þýskalandi sé mun betri, miklu meiri sala á þyngra efni. Ég er raunar að glíma dálítið við það mál en engar fréttir enn að hafa.

Þess má geta að ég plöggaði ekkert sjálfur um þetta Manchester-mál sem segir manni að kannski á ekkert að vera að rembast, þetta kemur bara til manns eða ekki.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Uppáhalds-rithöfundur fyrrum vinnufélaga míns í Þýskalandi var Laxnes. Honum fannst hann svo fyndinn.

3:08 e.h., janúar 15, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

En hvað með skoðanir þínar á styrkjum til listamanna?
Á Islandi hafa þeir fengið Listamannalaun.

Er þá öðruvísi að fá styrki utan frá?

6:34 e.h., janúar 16, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég hef í prinsippinu ekki á móti því að ríkið styrki rithöfunda með listamannalaunum, hins vegar verða slíkar úthlutanir allar umdeildar og maður er óneitanlega ekki alltaf sammála dreifingunni. Þetta breska forlag sækir styrki til ESB fyrst og fremst. Þeir hafa nú í snarhasti gert útgáfusamning við Skruddu og samið við þýðanda og senda gögn um það með styrkumsóknunum.
Þegar ég var frjálshyggjumaður - því hvað er maður núna eftir hrunið? - þá studdi ég ríkisframlög til menningarmála og lista, m.a. í spjalli í umræðuvefjum á netinu.

6:39 e.h., janúar 16, 2009  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með þetta, Gústi. Kálið er svo sem ekki sopið, þó í ausuna sé komið, en byrjar ekki langferðin á einu skrefi.

7:12 e.h., janúar 18, 2009  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Takk, Maddi. Þetta er mjög líklegt, eiginlega bara tímaspursmál.

7:16 e.h., janúar 18, 2009  
Blogger oakleyses said...

p90x workout, asics shoes, reebok shoes, canada goose outlet, instyler ionic styler, longchamp, north face jackets, uggs on sale, giuseppe zanotti, hollister, abercrombie and fitch, mont blanc pens, babyliss, lululemon outlet, marc jacobs outlet, north face jackets, canada goose outlet, mcm handbags, nike trainers, ugg outlet, ugg, ugg boots, nike roshe, replica watches, ghd, valentino shoes, uggs outlet, birkin bag, nfl jerseys, jimmy choo shoes, soccer shoes, ugg boots, canada goose, nike huarache, beats headphones, insanity workout, canada goose outlet, new balance outlet, ugg soldes, ferragamo shoes, uggs outlet, soccer jerseys, mac cosmetics, herve leger, celine handbags, wedding dresses, vans outlet, chi flat iron, bottega veneta

4:16 f.h., desember 01, 2014  
Blogger oakleyses said...

pandora charms, moncler, toms outlet, timberland shoes, ray ban, hollister clothing, swarovski uk, canada goose, montre femme, ralph lauren, converse shoes, ugg, moncler, supra shoes, pandora uk, hollister, links of london uk, swarovski jewelry, uggs canada, baseball bats, gucci, lancel, canada goose, pandora jewelry, wedding dress, juicy couture outlet, moncler, hollister canada, thomas sabo uk, canada goose, iphone 6 case, coach outlet, replica watches, oakley, canada goose pas cher, parajumpers outlet, louboutin, moncler, moncler outlet, air max, karen millen, converse, vans, moncler, moncler outlet, louis vuitton canada, juicy couture outlet, nike air max

4:24 f.h., desember 01, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home