Ég snæddi morgunmat á Grandakaffi í morgun með mömmu. Það er mjög orgínal staður, gestirnir vinnandi fólk úr nágrennninu, veitingarnar í anda 7. áratugarins. Þá er heillandi að sjá tvistinn standa þarna á endastöðinni sinni, mig minnir að Óskar Árni hafi skrifað um það í prósaljóði frá 1999.
Bloggsíða Ágústs Borgþórs
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
3 Comments:
Tvistinn?
Það er strætó.
Fyrir það fyrsta þá er ég ekki úr Hafnarfirði, ég bý þar bara. Verð það samt kannski bráðum.
Mjög augljóst þetta með tvistinn og endastöðina en ég kveikti bara alls ekki. Sá fyrir mér eitthvað fyrirbæri, komið að fótum fram, sem ætlaði að enda ævina þarna. Mjög skáldlegt allt saman.
Skrifa ummæli
<< Home