föstudagur, ágúst 20, 2004

Það gengur illa að finna myndina American Splendor á myndabandaleigum. Hún vakti töluverða athygli þegar hún var sýnd í bíó en ég ætlaði að geyma mér hana þar til hún yrði gefin út. En leigurnar vilja hana ekki af því það eru engin áhættuatriði í henni. Þetta ríka þjóðfélag verður sífellt plebbalegra í menningarmálum. Áður hef ég kvartað undan því að ekkert úrval af erlendum bókmenntum er lengur að finna í bókaverslunum hérlendis og síst þeirri sem kennir sig við mál og menningu. Reyndar er ósköp einfalt að halda úti bókaverslun núorðið og mæta algengustu kröfum: Hafa Harry Potter, Da Vinci lykilinn, Arnald Indriða og haug af tískublöðum til sölu. Það þarf ekki meira. Og ekki misskilja: Arnaldur er fínn höfundur (og eflaust hitt líka, hef ekki lesið það), en einhæfnin, maður! Í rauninni er þetta miklu skárra í músíkinni, poppáhugafólk hefur miklu fjölbreyttari smekk en margir sem telja sig vera bókmenntalesendur.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Það er langt síðan ég leigði American Splendor í James-böndum í Skipholti.

4:41 e.h., ágúst 20, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þá tékka ég á því. Takk.

4:47 e.h., ágúst 20, 2004  
Blogger b said...

ég hef séð American Splendor á öllum leigum sem ég legg leið mína á venjulega, oftast bæði á vídeó og dvd. Meira að segja minnir mig að ég hafi séð hana á Bónusvídeó.

4:46 e.h., ágúst 21, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Mér virðist þú vera búin(n) að afhjúpa þetta sem nöldur og skítkast í mér og ég játa að könnun mín takmarkast við vídeóleiguna heima. Hún er ekki til þar og ástæðan sú að eigandanum finnst húne ekki nógu spennandi. Varla tilefni til fullyrðinganna.

2:25 e.h., ágúst 22, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Hún er nær alltaf inni í Krambúðinni, og kostar ekki nema 198 krónur. Ertu ekki að vinna einhvers staðar í nágrenninu? Eða er það kannski misminni hjá mér?

Hvað sem öðru líður: Kjánalegt ár hjá okkar mönnum í boltanum.

Kveðja
Binni

1:06 e.h., ágúst 23, 2004  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Ég er alveg að gera í brækurnar með þetta American Splendor mál. En Krambúðin, hvar er hún? - Já, aumt er þetta, vonandi förum við aftur á toppinn næsta sumar.

6:06 e.h., ágúst 23, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Krambúðin er efst á Skólavörðustíg. Allir alvöru smásagnahöfundar ættu að leggja leið sína þangað.

12:46 f.h., ágúst 24, 2004  
Anonymous Nafnlaus said...

Krambúðin er efst á Skólavörðustíg. Allir alvöru smásagnahöfundar ættu að leggja leið sína þangað.

12:46 f.h., ágúst 24, 2004  
Blogger oakleyses said...

north face jackets, lululemon outlet, babyliss pro, vans outlet, birkin bag, insanity workout, giuseppe zanotti, asics shoes, mac cosmetics, abercrombie and fitch, canada goose outlet, ghd, nike roshe, uggs on sale, ugg boots, nike trainers, herve leger, soccer shoes, ugg soldes, replica watches, p90x workout, soccer jerseys, ferragamo shoes, beats headphones, uggs outlet, longchamp, valentino shoes, ugg outlet, marc jacobs outlet, jimmy choo shoes, ugg, instyler ionic styler, mcm handbags, mont blanc pens, new balance outlet, uggs outlet, chi flat iron, canada goose, ugg boots, reebok shoes, canada goose outlet, canada goose outlet, hollister, nike huarache, wedding dresses, bottega veneta, celine handbags, north face outlet, nfl jerseys

8:53 f.h., nóvember 28, 2014  
Blogger oakleyses said...

moncler, links of london uk, moncler, moncler outlet, juicy couture outlet, uggs canada, moncler outlet, supra shoes, canada goose pas cher, hollister canada, louboutin, hollister clothing, baseball bats, iphone 6 case, toms outlet, canada goose, swarovski uk, replica watches, wedding dress, juicy couture outlet, timberland shoes, converse shoes, parajumpers outlet, pandora jewelry, gucci, moncler, hollister, moncler, thomas sabo uk, swarovski jewelry, nike air max, pandora charms, vans, montre femme, oakley, pandora uk, louis vuitton canada, karen millen, converse, air max, ray ban, lancel, coach outlet, ralph lauren, canada goose, moncler, ugg, canada goose

9:02 f.h., nóvember 28, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home