föstudagur, ágúst 12, 2005

Hvað sem allri fátækt líður er ég kominn á splunkunýtt reiðhjól. Við skruppum inn í reiðhjólabúðinu við hliðina á Bónus á Nesinu og Erla tók upp kreditkortið. Þetta gæti spillt klæðaburðinum á næstunni því jakkaföt og reiðhjól fara illa saman. Verð að láta gallabuxurnar duga. En þetta eykur ferðafrelsi og hreyfingu.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú varst dónalegur í vinnunni í dag!

12:38 f.h., ágúst 12, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þú varst ekki í vinnunni. Er ég ekki alltaf dónalegur í vinnunni?

2:35 f.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Menn skyldu varast misnotkun orða og hugtaka, ekki síst meistarar orðsins, hvort sem þeir eru innan gæsalappa eður ei. Ég verð að segja að mér líkar ekki allskostar notkun þín á orðinu/hugtakinu fátækt. Það er helvíti hart þegar velmegunarblesar eins og ég og þú og vel flestir Íslendingar aðrir, fara að hjala um fátækt í hálfkæringi, af því að þeir eiga "bara" 50.000 kall inni á reikningnum og verða að sleppa kaffibollanum á Segafredo og máltíðinni á hinum eða þessum veitingastaðnum, en eru á sama tíma að berjast við að losa sig við helsta fylgikvilla allsnægtanna, nefnilega aukakílóin. Þetta komment kann að lykta af pc, en það verður þá bara að hafa það, mér finnst samt að þú - og ég - og allir aðrir sem svipað er ástatt um og skreppa út í búð þrátt fyrir "fátæktina" til að kaupa splunkunýtt reiðhjól til út á krít til að berjast enn harðar við fyrrnefnda allsnægtakvilla - ættum að sleppa því að móðga hálfan heiminn og ríflega það með því að voga okkur að kvarta undan fátækt sem engin er. Og hana nú. Þessi umvöndun var í boði Samviskunnar ehf. Sem mér skilst að berjist þó í bökkum, víða um heim...

4:35 f.h., ágúst 12, 2005  
Blogger Ágúst Borgþór said...

Þetta er kannski ekki smekklegur húmor en húmor er það, eins og þú veist, eða hvað? Hvað þýðir pc í þessu samhengi? - Annars er það með sósalístana, að þeir sofa ekki fyrir áhyggjum af fátætkinni í heiminum en kapitalisminn útrýmir henni að miklu leyti þar sem hann fær að blómstra, eða gerir hana afstæða eins og í þessu tilviki og í tilviki mannsins sem fékk forsíðuviðtal við sig í DV fyrir tíu árum en hans fátækt lýsti sér m.a. í því að eiga ekki skáp utan um sjónvarpið sitt.

12:16 e.h., ágúst 12, 2005  
Anonymous Nafnlaus said...

Kapítalismi útrýmir hvergi fátækt. Hann kann að minnka fátækt fátækra ríkja, en hann gerir ekkert fyrir öreiga.

1:28 e.h., ágúst 12, 2005  
Blogger oakleyses said...

red bottom shoes, michael kors outlet online, true religion, tiffany and co jewelry, nike air max, oakley sunglasses, ray ban outlet, tory burch outlet online, tiffany jewelry, michael kors outlet, louis vuitton, nike outlet, oakley vault, kate spade outlet online, prada handbags, nike free, longchamp outlet, ray ban sunglasses, nike air max, coach outlet store online, burberry outlet online, christian louboutin, coach outlet, christian louboutin shoes, christian louboutin outlet, louis vuitton handbags, michael kors outlet store, michael kors outlet online, polo ralph lauren, cheap oakley sunglasses, chanel handbags, coach purses, coach outlet, prada outlet, kate spade outlet, polo ralph lauren outlet, burberry outlet online, longchamp handbags, true religion outlet, louis vuitton outlet online, gucci handbags, jordan shoes, longchamp outlet online, michael kors handbags, louis vuitton outlet, michael kors outlet online, louis vuitton outlet

2:48 f.h., nóvember 29, 2014  
Blogger oakleyses said...

birkin bag, ferragamo shoes, ugg, reebok shoes, asics shoes, insanity workout, hollister, giuseppe zanotti, chi flat iron, soccer jerseys, herve leger, jimmy choo shoes, uggs outlet, new balance outlet, replica watches, lululemon outlet, nike huarache, north face jackets, ugg boots, p90x workout, longchamp, canada goose outlet, uggs on sale, abercrombie and fitch, beats headphones, wedding dresses, vans outlet, valentino shoes, mac cosmetics, canada goose outlet, canada goose, uggs outlet, celine handbags, soccer shoes, nike roshe, mcm handbags, marc jacobs outlet, bottega veneta, mont blanc pens, ugg outlet, canada goose outlet, nfl jerseys, ugg soldes, babyliss pro, ghd, nike trainers, north face outlet, ugg boots, instyler ionic styler

3:01 f.h., nóvember 29, 2014  

Skrifa ummæli

<< Home