fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ég gleðst yfir ráðningu Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur í starf borgarstjóra, ég gleðst sem sá mótsagnakenndi feministi/karlremba sem ég er. Allt of oft eru tækifæri til að ráða konur í valdastöður látin ónotuð og þetta er gleðileg undantekning. Steinunn Valdís er áreiðanlega ekki minna hæf til að gegna þessu embætti en aðrir borgarfulltrúar, þó að ég hafi hingað til ekki haft neina sérstaka skoðun á henni sem stjórnmálamanni. Gangi henni vel.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home