Ég hitti „sveittan“ útgefanda í fyrramálið. Þeir eru hrifnir af sögunum, en hikandi. En ég er með mínar hugmyndir sem mér tekst vonandi að selja þeim. Ég er frekar ánægður með það sem þessi „sveitti“ útgefandi hefur verið að gera (ein metsölubók fyrir síðustu jól og önnur í vor) og það kæmi ekki illa út fyrir mig að vera þarna, svona samanlagt, með tvær birtingar í safnritum á árinu að auki. Bjartsbókin verður líklega komin í kennslu í framhaldsskólum í haust. Gaman væri að heimsækja MR og taka með sér lúið eintak af Í fáum dráttum. Það yrði Deja Vu í lagi. Skilur einhver um hvað ég er að tala? Ég var í M.R. og las bókina Í fáum dráttum í íslenskukennslu. Í henni voru góðar íslenskar smásögur og eflaust hafði bókin einhver áhrif á mig. Þetta er sambærilegt rit og hugsanlegt er að höfundarnir heimsæki einhverja skóla.