Sæll!
Hljóp 10 km á 56:30 í gærkvöld. Það er persónulegt met.
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
Þegar ég brölti á hjólinu mínu um miðbæinn og velti fyrir mér öllum tímanum sem ég eyði í ritstörf sem skila mér nánast engum tekjum, í stað þess að skutla mér í markaðsfræði (því ég ber skynbragð á markaðsmál) og vippa mér í betur launað djobb eftir kreppuna (og vinna mig upp og svo framvegis), þá finnst mér ég vera voðalega vinstri grænn. "Þykist þú virkilega vera til hægri?" spyr ég sjálfan mig. Eini munurinn á Dali og geðsjúklingi var sá að Dali var ekki geðsjúklingur. Eini munurinn á mér og vinstri grænum er sá að ég er ekki vinstri grænn.
http://atlih.blogg.is/2008-07-05/ramses-odour-paul/ Ég tek heilshugar undir gagnrýnisraddir á brottflutning Kenya-mannsins Paul Ramses og ómannúðlega meðferð íslenska kerfisins á honum og fjölskyldu hans. Meðal þess sem hefur verið skrifað um málið er þessi ágæta færsla Atla Harðarsonar. Hún inniheldur jafnframt tengil á undirskriftalista til stuðnings Ramses.