föstudagur, júlí 15, 2005

Aftur utlenskir stafir. Er staddur i Hania, um 60 thus. manna borg. Vorum her i gaerkvold og bordudum vid hofnina. Thar er frabaert utsyni. Hofnin her er einstaklega heillandi. Er einn nuna og aetla ad skrifa a eftir. Keypti mer thyska landslidstreyju i gaer og geng nu um i henni og stuttbuxum. Allir halda ad eg se einhver thyskur plebbi med fjolskyldunni sinni, enginn veit ad eg er meistari. Svo thegar eg byrja ad hlaeja hatt, strida krokkunum eda svara thjoninum med brandara, tha verda menn hissa. Sjalfum finnst mer turistarnir drepleidinlegir, their eru med steinandlit a medan heimamenn brosa og heilsa. En eg lit alveg eins ut og turisti. Eg er turisti.

Sjalfur les eg aldrei neitt svona drasl sem ekki er med islenskum stofum.

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Er aftur staddur á sænska kaffihúsinu. Ég kemst ekki á Vísi en á flesta aðra staði, m.a. í pósthólfið mitt, agust@islenska.is - Ef einhver skyldi vilja koma boðum til meistarans þá er það þangað. Við fórum til Platanias í gærkvöld, sem er lítill túristabær í nágrenninu, en þó iðandi af lífi og fjöri. Förum til Hania í kvöld en það er 60 þús. manna borg. Grikkir vilja ekki að maður setji klósettpappír í klósettið heldur í körfu við hliðina á því. Eftir þessum reglum get ég ómögulega farið við nr. 2. Ástæðan eru þröngar skólplagnir. Hitinn er afar mikill sem fyrr en ég þoli hann bara prýðilega. Engu líkara en það hafi verið orðið tímabært að lenda í miklum hita.

Frétti að Íslendingur hafi verið myrtur í S-Afríku. Eða bjó hann þar og var myrtur annars staðar? Snýst þetta bara um eitt par og ágirnd eða hvað er þetta?

miðvikudagur, júlí 13, 2005

Ég hefði ekki þurft að blogga án íslenskra stafa rétt áðan. Ég sé núna að það er boðið upp á íslenska starfi í þessum annars aflóga tölvum á þessu annars ágæta sænska kaffihúsi. Ég á örugglega eftir að blogga meira á næstunni.

Er staddur ä saensku kaffihuset i strandbae retthja Hania, sem er 60 thus. manna baer. Vid erum mjog omenningarleg nuna og nennum ekki ad gera neitt. Forum bara a strondina, liggjum i solbadi, forum a veitingastadi i gotunni o.sfrv. Eg fer a thetta saenska kaffihus i siestunni til ad skrifa. Hitinn hefur verid uppundir 40 stig og heimamenn kvarta eiginlega meira en turistarnir. Mer finnst thetta alveg storfint. Hef loftkaelinguna a um naetur og laet sjavargoluna svala a daginn. Er enn adeins of feitur til a fila mig a strondinni en ordinn nogu grannur til ad finna ekki othaegilegt ad bera mig. Heimamenn eru osattir vid hitann vegna thess ad their thurfa ad vinna en geta ekki fleygt ser ut i sundlaug thegar theim synist. Auk thess hefur rettrunadarkirkjan her mikil ahrif og folk thorir ekki ad sofa nakid thratt fyrir hitamolluna, thvi thad er osidlegt eins og vid vitum oll. Rosalega myndi fara i taugarnar a mer ad lesa thetta ef eg vaaei thid, af thvi thad vantar islenska stafi.

sunnudagur, júlí 10, 2005

Opnar ferðatöskur

Ferðaundirbúningi er brátt lokið og við verðum komin í loftið kl. 9 í fyrramálið. 30 stiga hiti er nú á Krít.

Nokkrar spurningar hanga í lausu lofti:

Tekst mér að skafa af mér meira spik?

Klára ég uppkast að skáldsögunni fyrir áramót?

Tapar KR öllum leikjum á meðan ég er úti eða verður viðsnúningur hjá liðinu?

Er Ljúfa jafnsæt og Tinna? Er hún sætari en Eyvindur? Er Eyviiii sætur? Skiptir þetta máli?

Einhverjum af þessum spurningum verður svarað þegar ég sný aftur. Jafnframt get ég eftir nokkrar vikur kynnt fyrir ykkur splunkunýja samantekt um höfundarferil minn. Meira um það síðar.

Góðar stundir, enn og aftur.

Sumarfrí

Ég held til Krítar á mánudagsmorgun og kem heim mánudaginn 25. júlí. Tæpast verða nokkrar færslur hér á meðan ég er úti. Tek með mér fartölvuna og reyni að vinna í skáldsögunni. Góðar stundir.