Bestu fréttirnar ...
... í tíðindum dagsins eru þær að samningar við Breta eru ekki skilyrði fyrir aðstoð IMF. Þetta staðfestu talsmenn sjóðsins sjálfs á blaðamannafundi. Þar með geta menn staðið gegn kröfum Breta sem sjálfir eru byrjaðir að selja eignir úr frystum Landsbanka á Bretlandi. Það lítur út fyrir að stjórnvöld verði að taka slaginn við Breta en hann getur ekki unnist nema með betri almannatengslum.
Þetta er mjög þreytandi ástand. Mér hefur ekki tekist að skrifa stafkrók í viku. Er staddur með sögupersónur í miðju góðærinu og veit ekki hvernig nýliðnir atburðir eiga að skila sér inn í bakgrunn og atburði sögunnar. Erfitt að halda einbeitingu. Er búinn að eyða allt of miklum tíma í að fylgjast með fréttum og vefskrifum.
Fast land undir fótum er mikilvægt, eins og ISG sagði. Það er hægt í djúpri kreppu með hugarró ef tilveran er ekki gegnsýrð óvissu. Það er hægt að draga saman seglin og breyta um lífsstíl. En það er ekkert hægt að skapa ef maður veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Það gildir um öll svið.