Þeir svartsýnustu um framtíð Moggans eru nú farnir að óttast að hann endi sem bloggsíða Styrmis Gunnarssonar.
Einu sinni var auglýsingaflóðið í Mogganum plága, núna sér maður lítið af auglýsingum í blaðinu. Þetta eru auðsæ áhrif af því hve mikill hluti af umsvifum eru í höndum sömu aðila og Mogginn er þessum aðilum ekki þóknanlegur.
Núna eru málsaðilar á því að andrúmsloft í þjóðfélaginu hafi orsakað Baugsmálið en ekki samsæri. Það breytir því ekki að manni finnst málatilbúnaðurinn vera endalaust rugl.
Blaðið (þ.e. BLAÐIÐ en ekki Mogginn) stendur sig vel í Bakkavararmálinu sem það fylgir eftir í bæði fréttum og leiðara í dag. Þar er líka viðtal við Davíð Þór Jónsson þar sem komið er inn á klámumræðuna rétt eins og í viðtali við Ingibjörgu Jónu í Fréttablaðinu. Núna þegar klámumræðan er að lognast út af og bjánarnir sem héldu henni uppi eru þagnaðir, þá taka skynsemisraddirnar að hljóma. Davíð Þór segir sjálfur að gáfaða fólkið í Vinstri grænum hafi haft vit á því að þegja á meðan þetta gekk yfir en heimskingjarnir í flokknum hafi stýrt umræðunni. - http://www.jonas.is/leidarar/greininl.lasso?id=8047 Jónas Kristjánsson skrifar síðan fantagóða grein um málið.