Davíð blífur
Árið 2004 tók meðalbloggarinn þátt í söngnum um yfirgang Davíðs Oddssonar gagnvart Baugi.
Núna er meðalbloggarinn farinn að taka undir allt sem Davíð sagði án þess þó að nefna hann á nafn.
Það var satt að Baugur stundar bolabrögð í samkeppninni.
Það var satt að eigendur fjölmiðla hafa áhrif á umfjöllun þeirra og móta hana í sína þágu, í þágu fjárglæframanna.
Það hefði átt að samþykkja fjölmiðlalögin.
Núna er stíflan að bresta, reiði almennings beinist gegn fjárglæframönnunum sem komu þjóðinni á kaldan klaka og fjölmiðlunum sem hafa þjónað þeim, t.d. DV og Fréttablaðið.
Aðeins endurtekin mistök í Seðlabankanum, fleiri vafasamar yfirlýsingar eða frekari ögrun við ríkisstjórn getur komið starfi Davíðs aftur í hættu.
Ef ekki mun hann sitja áfram í Seðlabankanum og smám saman hætta allir að krefjast þess að hann víki þaðan