Fornbókabúð Braga og Ara Gísla á Hverfisgötu er eitt af því fáa sem skapar evrópska borgarstemningu í Reykjavík. Kom þangað við á Þorláksmessukvöld og keypti heildarsafn Maupassant á 600 kr. Það furðulega er að ég hef lítið sem ekkert lesið eftir Maupassant til þessa. Ari Gísli gaf mér snafs þegar hann afgreiddi mig.
Í hvert sinn sem brauð er ristað hér þarf að slökkva á ljósunum í seríunni á handriðinu fyrir utan vegna þess að hún deilir innstungu með brauðristinni.
Skriftir og skokk fóru í vaskinn síðustu daga fyrir jól. Nú styttist í að þetta streð sé á enda og hægt verði að njóta jólanna. Það ætla ég að vona a.m.k. Við skokkuðum reyndar í dag í stórgóðu veðri.