http://www.visir.is/article/20070202/FRETTIR01/70202077 Ég skrifaði sjálfur nokkuð lofsamlega um Aldingarðinn en ég hefði samt ekki veitt henni þessi verðlaun; Sendiherrann er betri og frumlegri. Hinar tilnefndu bækurnar hef ég ekki lesið. Það er samt tilgangslaust að deila um smekk og í sjálfu sér gaman að smásagnasafn hafi unnið. Aldingarðinn skortir samt umfram allt frumleika til að geta talist afburðaskáldverk, þetta eru mjög vel samdar og bráðlifandi smásögur.
Bloggsíða Ágústs Borgþórs
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
föstudagur, febrúar 02, 2007
miðvikudagur, janúar 31, 2007
Að vera ekki með bók í smíðum er fyrir mig eins og að vera búinn að missa útlim. Ég er farinn að sofa 9 tíma á sólarhring. Lífið er orðið tilgangslaust. Handritið er komið til Skruddu og í lestur hjá a.m.k. tveimur aðilum. Ég veit að það þarf að bæta þetta eitthvað og þegar það er orðið konkret hvað gera þarf er ég aftur kominn með verkefni og tilgang í tilveruna.
Hef ég eitthvað að gera á Moggabloggið? Veit það ekki. Gæti tapað sérstöðunni. Ég hef ekkert í þessa alvöru þjóðfélags- og pólitíkurbloggara.
Stórir slánar á Íslandi eiga að æfa handbolta en ekki körfubolta. Handbolti er eina sportið sem Íslendingar eiga sjens í. Og nú vantar okkur stóra leikmenn.
þriðjudagur, janúar 30, 2007
Hver verður eftirmaður Alfreðs Gíslasonar? Mér líst ekki á Guðmund Guðmundsson eftir ófarirnar á nokkrum stórmótum; líklega er hann þó skásti kosturinn. Viggó stóð sig vel en gerði allt vitlaust og er nýhættur. Ég vil ekki Geir Sveinsson.
Ég vil fá útlending. Svía eða Þjóðverja. Einhver nöfn?
mánudagur, janúar 29, 2007
Ágúst Ólafur, varaformaður Samfylkingarinnar, vill leyfa heilbrigðisstéttum að auglýsa þjónustu sína. Ágúst Ólafur er dæmi um frjálslyndan hægri krata sem á góða leið með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn.
Benni var að gefa út mikinn doðrant eftir Gunnar Dal, Sögu heimspekinnar; hátt í 900 blaðsíður. Þetta virðist vera mjög aðgengilegt rit og skemmtilegt aflestrar, sérstaklega ef maður hefur einhvern smá bakgrunn í heimspeki. Ég las mér t.d. til skemmtunar um David Hume í gærkvöld.
Ég vonast að skortur á breidd verði handboltalandsliðinu ekki að falli gegn Dönum. Það reyndist ekki hægt að hvíla lykilmenn gegn Þjóðverjuma án þess að láta valta gjörsamlega yfir sig.
Byrjunarlið okkar er í fremstu röð en hópurinn er þunnskipaður í heild hvað hæfileika snertir.
sunnudagur, janúar 28, 2007
Árið 1971 sagði frændi minn einu sinni við mig: Þegar þú verður stór muntu einhvern tíma liggja uppi í rúmi með litla tölvu og skrifa um sjálfan þig. Allur heimurinn mun geta lesið það, þ.e. þeir sem eiga líka svona tölvu.
Nei, ég er að ljúga.
Hann sagði að ég myndi eiga bíl sem gæti flogið og kindur sem yrðu fóðraðar á dufti.
Ekki heldur.
Ég fékk til mín gesti í gærkvöld og las úr handritinu. Þeir vildu helst bara heyra kynlífslýsingar. Þetta kvöld uppgötvaði ég að Jónas Þorbjarnarson er hægri krati. Hann vill helst fá nýja "viðreisn."
Ég þekkti engan á Ölstofunni og er ekki frá því að samsetningin þar hafi breyst. Hvert fór fólkið? Skrapp á næsta bar, þar fór kvenfólkið að gefa mér auga enda eitthvað eldra en stelpurnar á Ölstofunni. Hitti Siggu Dóru, menningarfrömuð frá Vopnafirði, og drakk með henni kaffi áður en ég labbaði heim.
Í morgun óskaði ég þess helst að vera byrjaður á nýrri bók. En til þess að svo geti orðið þarf að að koma setja einhvern formlegan punkt aftan við þessa.