Óráð og hlaupastíll
Allar líkur eru á því að raunbesta aðferðin mín til að semja skáldsögur og lengri smásögur sé að byrja alltaf upp á nýtt, leitast við að hafa textan fágaðan alveg frá byrjun en sleppa honum lítt út í hráleika. Hljómar ekki gáfulega en virkar. En það gerist ekkert hjá mér fyrr en það er komið andrúmsloft og bara góður stíll laðar fram lifandi andrúmsloft.
Ég mæli ekki með þessu fyrir aðra, ég mæli bara með því að allir noti það sem virkar fyrir þá.
Nýlega tók ég upp á því að breyta um hlaupastíl, þ.e. lenda alltaf á tánum eða táberginu, aldrei hælunum. Það tók mig bara einn skokktúr að venja mig af hælalendingum. Hins vegar var e-n tíma kynnt í sjónvarpinu námskeið í þessum hlaupastíl, þannig að ef það þarf námskeið til að nema hann, er ég eflaust ekki að gera þetta alveg rétt. Það breytir ekki því að ég hleyp töluvert hraðar eftir þetta. Hlýt ég því, ólíkt því sem gildir um vinnuaðferðir við sagnagerð, að mæla með þessari aðferð fyrir alla skokkara.