Furðutímar
Hver hefði getað séð fyrir þann möguleika að ríkið færi í samkeppni við fjarskiptafyrirtæki sem héti Síminn aka Landssíminn aka Póstur&sími. Og ríkisfyrirtækið væri Vodafone.
En hvað eiga menn að gera?
Engar ákvarðanir eru góðar í dag.
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
Hver hefði getað séð fyrir þann möguleika að ríkið færi í samkeppni við fjarskiptafyrirtæki sem héti Síminn aka Landssíminn aka Póstur&sími. Og ríkisfyrirtækið væri Vodafone.
Ég skilgreini mig hvorki í atvinnuleit né sem atvinnulausan þó að ég sé ekki í föstu starfi. Ég er rithöfundur. Lausamaður. Námsmaður. Hitt og þetta. Engu að síður var ég í viðtali í morgun, þ.e. ég falaðist eftir mjög áhugaverðu, föstu og ekki of tímafreku verkefni. Ég var langt því frá einn um hituna en engu að síður var viðkomandi nánast búinn að ákveða að ráða mig áður en ég mætti á staðinn. Kannski óvenjulegt en í raun fullkomlega rökrétt miðað við tilefnið og allt samhengið. Mér líkar svona "no-bullshit"-afstaða. Sérstaklega þegar hún hentar mér.
Það upplýstist í kvöld að útgerðarmenn - a.m.k. sumir þeirra - telja sig eiga kvótann en hann sé ekki í þjóðareign.
Það gengur ekki fyrir mann eins og mig að láta aðdáendur sína ekkert vita af sér í viku. En ég var í prófum. Nú eru þau búin. Alls hef ég lokið 35 einingum á þessu misseri. Næstu mánuði verða ritstörfin í aðalhlutverki.