Meðal ungskálda
Hitti Guttesen og Kristjón Kormák á Mokka í hádeginu. Guttesen var í bol með mynd af stólkolli utan á. Hann gaf mér Litbrigðamyglu. Ég gaf honum latte. Ég var í svörtum jakkafötum og rúðustrikaðri skyrtu. Kormákur var í leðurjakka. Við ræddum bóksölu og þjálfaramál í fótboltanum. Í lok fundarins sagði ég: Hugsa sér, hér er ég staddur með tveimur ungskáldum á Mokka, þetta er algjörlega klassískt. Þeir spurðu: Ætlarðu að blogga um þetta? Ég svaraði: Já.