Er hann nettengdur?
http://www.dv.is/frettir/2008/8/28/barnanidingur-vid-leikskola-er-osnertanlegur/ Fjarlægðir eru afstæðar nú á tímum. Þó að ég sé enginn afbrotasálfræðingur þá fæ ég ekki séð hvernig umræddur brotamaður getur verið hættulegur leikskólabörnum. Hann hefur löngun til unglinga á aldrinum 13-17 ára, allt hans mynstur bendir til að þar liggi hans hneigðir. Hann reynir að komast í kynni við unglingana á netinu og þar hefur hann kynnst flestum fórnarlömbum sínum. Ef dagblöð vilja halda uppi stöðugum fréttum af pedófílum væri nær að þau spyrðu hvort umræddur væri nettengdur. Hann ætti í rauninni ekki að hafa aðgang að nettengdri tölvu. Án hennar er hann líklega hættulaus því varla verður hann ráðinn í félagsstarf með ungmennum aftur. En einhvers staðar verður maðurinn að búa og alls staðar í mannabyggðum eru börn einhvers staðar. Ekki viljum við hafa hann nálægt unglingaskóla?
Hættulegustu pedófílarnir eru þeir sem hafa ekki uppgötvast ennþá. Ég hef minni áhyggjur af brennimerktum brotamönnum - fólk varar sig á þeim og DV heldur okkur vakandi.