Nú lítur út fyrir að stórum fjárhæðum hafi verið stolið úr sjóðum Kaupþings rétt fyrir þrotið.
Jón Ásgeir, sem ég hélt að ætti enga peninga lengur, bara skuldir, eignast bestu bitana úr 365 þó að á meðan standi yfir viðræður við mun stöndugri aðila.
Icesave-reikningarnir voru reginhneyksli sem valdið hefur þjóðinni meiri skaða í seinni tíð en nokkuð annað. Ábyrgðina á þeim bera fyrri stjórnendur Landsbankans.
Reiði almennings beinist fyrst og fremst stjórnmálamönnum og stjórn Seðlabankans. Það þykir mér undarlegt. Stjórnmálamenn og Seðlabankinn hafa vafalaust gert mörg mistök en það eru ekki þeir sem hafa rænt þjóðina og sett hana á hausinn.
Hefð í fjölmiðlaumræðu undanfarin ár veldur því að reiði almennings beinist síst þangað þar sem hún þó á heima. Egill Helga fékk meira að segja ákúrur frá fjölmörgum fyrir að vera ekki nógu kurteis við Jón Ásgeir. Og ennþá eru bloggarar að bera lof á Bjöggana.