Iðandi sjálfsgagnrýni
Hvern fjandann var ég að hnýta í Iðu í fyrra? Ég held að það hafi verið af óheilbrigðum hvötum, ótta og minnimáttarkennd, ég sá fyrir mér bókabúð í yfirborðslíki þar sem bara metsölubækur yrðu á borðum og meistarar smásögurnar ættu ekki upp á búðarborð. Því fer hins vegar fjarri, Iða stillir upp með áberandi hætti hinum fjölbreyttustu bókmenntum og sýnir upplestrarviðleitni mikinn vinskap. Þá eru þarna þokkalegar myndlistarsýningar, kaffistofan er góð og starfsfólkið þar yndislegt. Í Iðu mætir bókmenningin ólíkum sviðum á nútímalegan hátt. Ég veit svo sem ekkert hvernig þetta gengur en það er gott að koma á þennan stað sem er til sóma. - Litli, vænisjúki rausari, segi ég við sjálfan mig þegar ég rifja upp fyrri skrif mín um staðinn.
Og þá er það frá.