föstudagur, maí 29, 2009

Framhaldið

Ég held að ég hafi verið aftengdur við Eyjuna. Það er a.m.k. eðlilegt. Hins vegar væri gaman að halda lífi í þessari síðu áfram meðfram pistlaskrifum mínum á Pressunni og vettvangur.com

Nú var ég að frétta að Alice Munro hafi fengið Man-Booker verðlaunin. Það eru frábær tíðindi.

Hins vegar birtir maður ekki slíkar smáathugasemdir sem pistli á Pressunni.

fimmtudagur, maí 28, 2009

Ta-ra!

http://pressan.is/Pressupennar/Lesagrein/serhaefingin-hagsmunirnir-skodanirnar/

Á þessum stað mun ég hér eftir birta reglulega pistla. Auk þess hef ég verið ráðinn þar í hlutastarf við fréttaskrif frá og með næstu mánaðamótum. Aldrei að vita nema að í leiðinni verði mér kennt að búa til tengla, ég lærði það nefnilega á Visir.is um aldamótin en týndi niður þeirri þekkingu eftir að ég hvarf inn í auglýsingabransann. Þar lærði ég líka á photoshop, týndi því niður og læri það kannski aftur í sumar.

Úrkynjun

http://www.dv.is/frettir/2009/5/28/atu-gull-i-bodi-landsbankans/

Að skera sína líka og éta gull.

mánudagur, maí 25, 2009

Vettvangur.com

www.vettvangur.com

Hér er vefur um bókmenntir, stjórnmál og fleira. Ég er nýbúinn að birta þar grein. Í augum einhverja er hún listrænt prump og í augum einhverra annarra áhugaverð pæling. Veit það ekki. Gjörið svo vel.

Um mánaðamótin kynni ég allt annan vettvang þar sem ég mun líka birta pistla og miklu oftar .
Það eru í raun nokkuð mikil tíðindi. Bíðið spennt.