Nú þegar er kominn notalegur fortíðarkeimur af VHS-vídeóspólum þó að stutt sé síðan þær urðu úreltar. Allt analog er orðið nostalgískt versus stafrænt sem er nútíminn. Hljóðkassettan er mjög nostalgísk, með bandið allt í einni flækju liggur hún ónýt innan um batterí og kúlupenna í fáfengilegri skúffunni. M.a.s. analóg myndlykillinn vekur mér nostalgíu þó að hann sé enn í notkun.
Bloggsíða Ágústs Borgþórs
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
laugardagur, júlí 22, 2006
föstudagur, júlí 21, 2006
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060721/FRETTIR02/107210059/1091 Mynduð þið segja að þessi lögreglukona hafi verið fórnarlamb á meðan hún var í aukavinnunni sinni og allir viðskiptavinir hennar hafi í raun verið að skaða hana og beita hana ofbeldi, hvort sem þeir gerðu sér grein fyrir því eða ekki? - Eða er mannlífið aðeins flóknara en tilteknir baráttuhópar gera sér grein fyrir?
fimmtudagur, júlí 20, 2006
Ókosturinn við smásagnasöfn er sá að þau ná lítilli útbreiðslu, ef það er þá ókostur. Kosturinn við smásagnagerð er hins vegar sá að ein saga getur farið ansi víða. Ég skrifaði uppkastið að Fyrsta degi fjórðu viku í Hildesheim árið 2003, rétt áður en ég fór heim. Kveikjan að sögunni var sú að ég rak augun í salernismottur í íbúðinni sem ég hafði til afnota þar. Ég kláraði hana síðan fljótlega eftir heimkomuna og fékk hana birta í TMM um haustið. Stuttu síðar birtist hún líka í Heima er best. Hún kom síðan út í bókinni Tvisvar á ævinni haustið 2004. Núna er hún komin til Manchester.
Þó nokkurt flakk hefur verið á öðrum sögum sem ég hef skrifað.
Sundurlaust á sólardegi
Ansi var þetta gott hjá piltinum, honum Magna Ificent. Hann virðist höndla verkefnið vel og bætir sig með hverri þraut.
Vinnufélagi minn tók sumarfrí í gær. Hann mokaði mold nánast sleitulaust frá hádegi til 10 um kvöldið. Konan hans hafði nefnilega fengið þá frábæru hugmynd að tré í garðinum færi í taugarnar á sér. Vegna rótanna þurfti að grafa upp allan garðinn, skipta um mold og þekja. Dásamlegt, ekki satt?
Ef Erla sæi hvað sumir vinnufélagar láta vel að stjórn eiginkvenna sinna myndi hún taka allt okkar hjónaband til alvarlegrar endurskoðunar og endurmeta allar kröfur til mín. En þar með væri annaðhvort rithöfundaferli mínum lokið eða hjónabandi okkar.
miðvikudagur, júlí 19, 2006
Enrico´s er einn af þeim veitingastöðum sem búa yfir dulúð. Maður fær á tilfinninguna að eitthvað ískyggilegt, heillandi og sérkennilegt búi undir fáguðu yfirborðinu. Þessi stemning var líka á Rex hér áður fyrir, 1998-1999.
Meiri tölvupóstur
Dear Ágúst Borgþór,
We have agreed everything now with Skrudda, and the translation of your story is well on its way!
I'm just writing to ask whether, provisionally at this stage, you would be at all interested in coming to Manchester in October to read your story (in the original Icelandic) at the launch of the anthology? The launch weekend will be 20-22 October, with readings by a number of authors featured in the collection. The arrangements can only be very unconfirmed at this stage due to funding restrictions, but we'd love to know, firstly, if it is something you'd be interested in doing!
Looking forward to hearing from you,
Yours,
Maria
http://www.panorstedt.se/templates/common/Author.aspx?id=16547&q_context=Norstedts Þessi skrifar Stokkhólmssöguna í bókinni.
http://www.eichborn-berlin.de/autoren/default.asp?nr=9048 Þessi stelpa er fulltrúi Berlínar í smásagnasafninu umrædda. Bókin mun heita Tales of Ten Cities. Nokkrir fleiri höfundar eru þegar bókaðir í þetta dæmi. Útgáfudagurinn mun vera 6. október.
Kallaði ég svona ekki einu sinni háskóla? Hvers vegna?
Mér finnst nýja Pearl Jam platan hreinlega léleg og er þó búinn að gefa henni nokkurn sjens. Síðasta plata þeirra, Riot Act, var miklu miklu betri.
Líklega mun ég breyta um svæði í mínum árlegu Þýskalandsferðum í janúar. Í stað þess að fljúga til Frankfurt og dveljast í einhverjum borgum í Hessen eða næstu héruðum, flýg ég líklega til Friedrichshaven (sem er vinalegur en óskaplega óspennandi staður) og tek lest til Ulm, Augsburg eða München. Sú síðastnefnda er náttúrulega paradís á jörðu en líklega verður Ulm fyrsti dvalarstaðurinn, þ.e. í janúar 2007. Ekki er ólíklegt að þá verði lagður lokahnykkurinn á skáldsöguna margumræddu. Eða leggur maður hnykk? Rekið smiðshöggið. Eitthvað.
Þeir verða tveir félagarnir sem heimsækja gamla góða meistarann á föstudagskvöldið, þjóra og rabba. Þeir vilja ekki láta nafns síns getið fremur en flestir sem þekkja mig náið. Þannig er það orðið eftir að ég hóf bloggskrifin um árið. Skelfingarsvipur kemur á fólk þegar það hittir mig úti á götu og nokkru síðar slær það með titrandi fingrum inn slóðina hingað og biður guð um að það sé ekki nefnt á nafn hér.
Þetta endar án nokkurs vafa á Ölstofunni. Ég held að ég hafi ekki farið út að skemmta mér með þessum hætti síðan í febrúar. Þannig að maður er lítið betri en stórtemplararnir. Hins vegar reiti ég engan arfa á föstudagskvöldið, það er nokkuð ljóst.
þriðjudagur, júlí 18, 2006
Það er vissulega skelfileg tilhugsun að Íran eða N-Kórea komist yfir kjarnorkuvopn en er það ekki alveg jafnskelfilegt, ef ekki skelfilegra, að Ísrael skulu nú þegar eiga kjarnorkuvopn og hafa átt þau lengi? Þeir eru að vísu hliðhollir Vesturlöndum og færu tæpast að skjóta þeim í þennan heimshluta en keðjuverkunin af kjarnorkusprengingum þeirra annars staðar er augljós. Öllum má líka vera ljóst að Ísraelsmenn eru yfirgangssamir, ofbeldisfullir og skeytingarlausir.
Ég pastaði þessa frétt af heimasíðu Comma Productions. Þetta augljóslega upplestur í tengslum við bókina sem sagan mín verður í, en bókin á að koma út í október:
THU 19 OCTDECAPOLIS: Tales From Ten Cities - Manchester LAUNCH EVENTLarissa Boehning (Berlin), Zoe Lambert (Manchester), Empar Moliner (Barcelona). Imagine all Europe as one city: Berlin as the downtown nightclub district, Barcelona the Latin quarter, Manchester the industrial northside. DECAPOLIS is a new project from Comma Press bringing 10 of Europe's best short story writers into one place - one fictional amalgam of a city. Tonight's reading is the first of three events celebrating disparate and captivating perspectives from the streets of Europe - in a multi-lingual, tri-text experience (and the start of Comma’s new translation imprint). Urbis, Cathedral Gardens, Manchester.7pm-9pm. £5/£3. Launch drinks 7pm-8pm; readings 8pm-9pm Reading on 4th floor at 8pm. More information on Decapolis to follow.In association with Instituto Cervantes and the Goethe Institut.Part of the Manchester Literature Festival.
FRI 20 OCT
mánudagur, júlí 17, 2006
Undarlegt framtaksleysi að hafa ekki farið til Vestmannaeyja áður. Mér líkaði við allt þar, ekki síst Árna Johnsen. Við gistum í litlu gistihýsi á Höfðabóli og þar hafði sannarlega verið nostrað við hvert smáatriði af alúð og natni. Steindur glergluggi að svefnherberginu þar sem ég svaf bókstaflega eins og grjót í góðu rúmi, hraunmolar á veggjum, svartfuglsstyttur í hillum, útsaumur, fallegar steinflísar á gólfum, e.t.c. Landslagið í Vestmannaeyjum er stórkostlegt og minnir mig á Færeyjar sem er alveg sérstaklega undarlegt því ég hef aldrei komið þangað. Heimamenn keppast við að segja skemmtilegar sögur af kynlegum kvistum. Enginn elskar heimabyggð sína jafnmikið og Vestmannaeyingar. Maður getur eiginlega ekki annað en hrifist af þeirri einlægu ást.
Í dag vorum við heppin með veður í útsýnissiglingu um kletta og eyjar. Ég fór í leiðslu við að horfa á margbrotið og iðandi fuglalífið í björgunum. Síðan var tekinn stans í klettshelli en þar er óvenjugóður hljómburður, ekki ósvipaður og í alvöru dómkirkju. Skipstjórinn blés þar Kvöldsiglingu í saxófón og ég var að bráðna af ánægju.
Þegar ég hrökk úr leiðslunni kom borgarbarnið til skjalanna og kallaði: Djöfull er þetta flott. Hver hannaði þetta eiginlega? Og hvers vegna hafa þeir ekki auglýsingaspjöld á klettunum, þeir gætu örugglega selt plássin á slatta.