Á Íslandi virðast menn ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald ef þeir eru ekki taldir geta spillt rannsóknarhagsmunum. Þess vegna ganga ribbaldar, ofbeldismenn og nauðgarar lausir allt þar til vægur dómur fellur. Vissulega á gæsluvarðhald ekki að þjóna hlutverki refsingar yfir ódæmdum mönnum en sjónvarpsþættir kenna manni hins vegar að erlendis eru menn úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna þess að afbrot þeirra gefur til kynna, að þeir séu hættulegir umhverfi sínu. - Stundum vildi maður að löggan væri effektíari og jafnvel meira brútal. En lögreglumenn mega ekki anda á fólk niðri í miðbæ, þá eru þeir kærðir, sviptir ærunni og teknir í bakaríið í Kastljósi og Íslandi í dag.
Í gær eða fyrradag birtist stutt frétt í Fréttablaðinu með fyrirsögn þess efnis að Sjálfstæðismenn fagni því að Davíð ætli að bjóða sig aftur fram í formanninn. Þegar fréttin er lesin kemur í ljós að viðmælendurnir eru Þorgerður Katrín og Kjartan Gunnarsson. Geir Haarde vill hins vegar ekki tjá sig. Jamm. Það er nú það.