http://heimur.is/heimur/pistlar/details1_pistlarsida/?cat_id=28418&ew_0_a_id=315898Geysilega áhugaverð grein eftir klassískan eðalsjálfstæðismann. Hlýtur að vera sterk vísbending um hvert straumarnir liggja í Sjálfstæðisflokknum.
Að sjálfsögðu eigum við að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Við eigum hins vegar ekki að skrifa undir aðildarsamning fyrr en samið hefur verið um fiskveiðimálin á viðunandi hátt. En yfirlýsing um aðildarumsókn og umsóknin í kjölfarið - þetta mun strax hafa jákvæð áhrif, þar með talið á fleytingu krónunnar, að því tilskildu að þessi vilji sé látinn í ljósi nógu snemma.
-------
Eftir lestur greinarinnar varð mér hugsað til Kastljósviðtalsins við Davíð Oddsson fyrr í haust og hvað í ljósi framhaldsins hann hefur villst illilega af leið, getur ekki lengur verið leiðarljós þjóðarinnar heldur villuljós. Hann sagði að Íslendingar borguðu ekki erlendar skuldir óreiðumanna. Þar með myndu erlendar skuldir þjóðarinnar lækka stórkostlega. Smám saman myndi umheimurinn átta sig á þessari stöðu Íslands og við það myndi krónan styrkjast. Þar með væri Ísland komið með mikla viðspyrnu.
Þetta hljómaði alveg yndislega í mínum viðvaningseyrum á sínum tíma. En reyndist hreinasta firra, hefði aldrei gengið upp. Afneitun á innstæðuskuldum hefði á endanum leitt til uppsagnar EES-samningsins. Að hafna IMF-aðstoð og neita að borga gjaldfallnar skuldir leiðir til algjörrar einangrunar landsins um ókomin ár.
Þessi sýn Davíðs var hreint rugl. Og hann er Seðlabankastjóri þjóðarinnar. Hann er okkar Alan Greenspan.
Þetta gengur ekki.