Eða Hanna Birna
Hún er ekki óvinsæl og hefur komið vel út í borgarstjórn. Væri kannski ekki jafnfersk umbreyting og hjá Framsóknarmönnum en samt athyglisverður möguleiki.
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
Hún er ekki óvinsæl og hefur komið vel út í borgarstjórn. Væri kannski ekki jafnfersk umbreyting og hjá Framsóknarmönnum en samt athyglisverður möguleiki.
Hann er eins óspjallaður og hægt er án þess að vera reynslulaus.
http://mimir.is/index.php?option=com_mtree&task=viewlink&link_id=469&Itemid=365
Þegar mótmælendur rufu útsendingu Kryddsíldarinnar, brutu rúðu í Fjármálaeftirlitinu og hengdu upp tilfkynningu á útidyrnar, þá voru það markvissar aðgerðir, harðar en í raun ekki ofbeldi.
Ég hreifst mjög af mótmælunum í fyrradag en samt leið mér þar frekar sem áhorfanda en þátttakanda. Áhorfanda að sögulegri stund. Hér leikur eðlið stærra hlutverk en pólitískar skoðanir. Þessa dagana á meðan stór hluti þjóðarinnar er að mótmæla er ég á kafi við að skipuleggja verkefni mín næstu mánuði, finna mér launuð verkefni, undirbúa námskeiðahald, stunda nám og stunda skriftir. Þetta er eðli sjálfstæðismannsins og svo sem ekkert til að stæra sig af þessa dagana. Glettilega vel gengur að tryggja sér launuð verkefni og útlitið gott hjá mér. Ég vil einmitt að þetta samfélag verði aftur þannig að sjálfstæðiseðlið fái að njóta sín: hver og einn sinnir sínum verkefnum, andlega og fjárhagslega sjálfstæður. Það er nánast búið að eyðileggja þau skilyrði.
Enn einu sinni hefur Geir Haarde haldið því fram að lífskjör þjóðarinnar hafi aðeins færst þrjú ár aftur í tímann, nú síðast í viðtali í sunnudagsmogganum. Þetta kann að vera rétt samkvæmt einhverjum kaupmáttarmælingum á þessum tímapunkti en að öðru leyti er þessi samanburður fáránlegur og ber vitni um óhugnanlega afneitun.
http://www.visir.is/article/20090118/FRETTIR01/40743754