Mörgu góðu fólki skulda ég matarboð í gegnum tíðina (fyrirgefðu Jón Óskar og margir fleiri) en eitt ætla ég að efna þessa helgi: Rúnar Helgi, frú og synir koma til okkar annað kvöld í hnetusteik og pizzur. Ekki efa ég að við Rúnar munum ræða bókmenntir en ég ætla líka að fá strákana hans í FIFA 06 og gá hvort mér gengur betur að vinna þá en Kjartan.
Vel má vera að ég skreppi með Erlu á Capote á sunnudaginn. Það er ein af fáum bíómyndum sem ég ætla ekki að missa af.