Það er búið að skila hjólinu mínu aftur.
Á maður að segja takk?
Eða á einhver að segja takk fyrir lánið?
Verð ég áfram kærulaus eða læsi það inni hér eftir? Mannlegt eðli ...
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
Það er búið að skila hjólinu mínu aftur.
"Verður þetta aldrei auðvelt" stundi Erla þegar puðuðum í suðvestanáttinni áðan. Hún hitti naglann á höfuðið því við höfum skokkað í meira en tvö ár en alltaf er þetta frekar erfitt, sérstaklega fyrri part dags. Líkaminn orgar á þessa hreyfingu 3var til 4um sinnum í viku en alltaf er maður þreyttur á eftir og slappur í löppunum. Framfarirnar sáralitlar hvað snertir hlaupaárangur en þolið engu að síður gott. Kannski kristallast í þessu munurinn á því að vera á fimmtugsaldri og þrítugsaldri, veit það ekki. Ég þekki þó eldri menn en mig sem skokka 30 kílómetra í einu. Það tekur mig tæpar tvær vikur að ná þeirri vegalengd.
Írakar tryggðu okkur heimsviðburð réttum megin við áramótin. Óskaplega eru hengingar og önnur mannsmorð viðurstyggileg, hver sem á í hlut.
Þegar og ef sænska akademían verður farin að hugsa eins og aðrir sem fjalla um bókmenntir, eins og almenningur, í stíl við umfang fjölmiðlaumfjöllunar um bókmenntir og eins og sumar aðrar verðlaunanefndir, má búast við eftirtöldum Nóbelsverðlaunahöfum í bókmenntum:
Ég skrifaði bók en kláraði hana ekki.
Daníel snarþagnaði og horfði flóttalega í kringum sig eins og hann væri fyrst að uppgötva núna að þeir væru ekki staddir tveir einir í hljóðeinangruðu herbergi. Skrýtna konan var að tala við sjálfa sig og virtist ekki vita af þeim. Hún hreyfði munninn ótt og títt í óskiljanlegu tauti. Tælendingarnir ungu úti í horni risu skyndilega á fætur og við það varð skvaldrið næstum óbærilega hávært. Árni og Daníel horfðu sviplausir og þöglir á ungmennin, dálítið eins og hestar eða kýr að líta upp úr beit og fylgjast með mannfólki. Síðan fóru allir út nema tvær stelpur sem settust aftur og kveiktu sér í sígarettum. Þær voru einstaklega smágerðar, eins og leikfangaútgáfur af táningsstelpum, dúkkur keyptar í tælenskri dótabúð.
Mér líka rauð jól en rokið er óþarfi. Náði hins vegar í prýðilega Þorláksstemningu í gærkvöld en þá var góðviðri á Laugaveginum. Í gær kom Munro-bókin sem ég var búinn að panta á Amazon. Svo undarlega brá við að mér líkaði ekki fyrsta sagan í henni. Einhvern tíma í gær, rétt áður en við fórum að útrétta, en ég var að bíða eftir Erlu, greip ég Dauðann í Feneyjum úr bókaskápnum og las fyrsta kaflann. Ég átti hana alltaf eftir en er alveg kominn á bragðið núna. Hún togar í mig.