Ég get ekki kallað það nostalgíu en fortíðarkenndin er nánast yfirþyrmandi í kvöld. Hóf skriftarströggl kvöldsins á Mokka með dálitlu vasabókarpári. Þar var ungur strákur að lesa Tómas Jónsson metsölubók. Þegar ég var á hans aldri (eða yngri? Mér er það sífellt erfiðara að sjá aldur á fólki sem er mikið yngra en ég; en mér fannst þessi ekki líta út fyrir að vera degi eldri en 19 ára) las ég þessa sömu bók og hékk á Mokka á kvöldin. Hann var raunar með kiljuútgáfuna en ég hafði á sínum tíma meðferðis innbundið eintak sem ég tók að láni á Íþöku, skólasafninu í M.R.
Hér á stofunni er síðan einn vinnufélaginn að spila nýlega sólóplötu með Dave Gilmour og hún hljómar eins og gömul Pink Floyd plata, músíkin sem maður lá í á þessum tíma.