þriðjudagur, maí 05, 2009

Tvær kiljur





















Á vorin eru litlu jólin í bókaheiminum með ríkulegri kiljuútgáfu. Um daginn skrifaði ég um hina forvitnilegu bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi að feigðarósi. Eins og vanalega er bókin búin í Mál og menningu en ég ætlaði að halda áfram að lesa hana í dag. Bækurnar hér að ofan gengu vel hjá Skruddu um jólin og eru nýútkomnar í kilju. Fluga á vegg segir frá æskuárum höfundar í Vesturbænum en væntanlega er skáldað þar vel inn í þegar við á og þjónar söguheildinni. Skemmtileg bók fyrir alla sem eiga minningar úr Vesturbænum og marga fleiri.

http://skrudda.is/baekur.aspx?id=175
Litla stúlkan og sígarettan er fyrst og fremst áhugaverð sem ádeilurit. Ég bloggaði um hana fyrir jólin sem framtíðarhrollvekju pc-þjóðfélagsins sem sífellt vinnur á. Við hrun frjálshyggjunnar má búast við sterkari ítökum pólitískra réttrúnaðarafla enda eru þau til vinstri. Sjálfur var ég þá að kjósa það yfir mig enda er ástandið þannig í samfélaginu að maður kærir sig kollóttan um vændisbann og fleiri prinsippbrot vinstrisinna. Fyrir utan að það er fyrst og fremst Sjálfstæðisflokkurinn sem ber ábyrgð á því hvernig ég kaus. Vonandi bíta þeir ekki höfuðið af skömminni með því að fella aðildarviðræður við ESB á þinginu. - Svo eru aðrir sem segja að ein af afbrigðilegum birtingarmyndum nýliðinnar gósentíðar hafi verið öfgar í barnauppeldi og ýmisskonar lífsstílsvitleysa. Þetta eru auðvitað ekki pólitísk mál. - Litla stúlkan og sígarettan er hvað sem því líður meinhæðin og skemmtileg bók.