föstudagur, september 29, 2006

Líklega er ég bara hluti af hópsál þegar kemur að KR. Yfirleitt vil ég vera einn míns liðs en á morgun nýtur maður þess að vera partur af KR-samfélaginu. Upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn hefst strax fyrir hádegi þar sem litlu strákarnir etja kappi. Við verðum öll á KR-svæðinu frá því kl. 10 um morguninn og fram að leik. Síðan verður skundað í Laugardalinn. Vonandi verður síðan bikarnum fagnað á Eiðistorgi um fimm-leytið á morgun.

Samfylkingin hlýtur að höfða til hægri manna með tillögum sínum um lægra matarverð. Á sama tíma virkar hún ótrúverðug í umhverfismálum, eins og hún sé að eltast við stundarvinsældir. Málflutningurinn um lækkun matarverðs og niðurfellingu tolla og afstaðan til landbúnaðarkerfisins minnir hins vegar á gamla Alþýðuflokkinn sem stundum virkaði hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn.

We've actually managed to get the letter in there now - crisis over!
Thanks,
Maria

Ágúst wrote:

Well, I only use PC – so I can´t help there. But actually it is common to write it th- in English in such cases. There is nothing wrong in writing my name Ágúst Borgthor Sverrisson, from my point of view – after all the book is in English. It is a matter of taste.

I am very well and look forward to the trip and the reading.


Yours
Ágúst

fimmtudagur, september 28, 2006

Dear Ágúst,

Hope you're well. I just had a very quick query - we're typesetting the book containing the translation of your story, and our typesetter is having problems importing the letter. þ in your name. He uses a Mac, whereas we all use PCs (where the letter isn't a problem), and I was wondering if you ever use Icelandic characters on a Mac, and if so, whether specific software is needed?

Don't worry if you can't help, we'll keep trying to sort it out!

Yours,

Maria

Verður farið í fleiri Keflavíkurgöngur?

- - - -
Manni hættir til að vera gagnrýnislaus þegar hlýtt er á yfirlýsta sérfræðinga. Sérstaklega þegar maður horfir svona sjaldan á sjónvarp og yfirleitt bara fyrir tilviljun í nokkrar mínútur. Eins og í kvöld. En að þessu sinni var óhjákvæmilegt að verða var við sláandi vitleysu.

Baldur Þórhallsson og Þór Whitehead ræddu þá um varnarmálin. Baldur sagði eitthvað á þá leið að nauðsynlegt væri að upplýsa um innihald hins nýja forms varnarsamstarfsins til þess að hryðjuverkamenn gerðu sér grein fyrir því hvers konar viðbúnaður væri hér og færu því síður að ráðast á landið!!!

Þór Whitehead rak þá upp stór augu en lýsti síðan þeirri afstöðu að ekki mætti upplýsa um fyrirkomulag varna landsins því enginn vildi gefa mögulegum óvini slíkt færi á sér.

En hvað er svo sem að græða á rabbi sérfræðinga ef annar talar tóma vitleysu en hinn common sense? - Vel má vera að eitthvað bitastæðara hafa þarna heyrst og reyndar fannst mér Þór orða það ágætlega að Íslendingar þyrftu að losna úr þeim hugsunarhætti að varnir landsins væru algjörlega á ábyrgð annarra. Sem aftur leiðir hugann að barnalegum viðbrögðum sem Björn Bjarnason fær jafnan þegar hann viðrar málflutning í þessa áttina.

miðvikudagur, september 27, 2006

Einskonar tónlistarleg einhverfa eða eitthvað

Undanfarið hef ég verið að hlusta á Pétur Ben, smávegis á Shadow Parade og nýju Bob Dylan plötuna. Svo hef ég aðeins endurnýjað kynnin við Paul Weller og Miles Davies. Ég hef talið mér trú um að ég væri að gera eitthvað í áttina að því að víkka sjóndeildarhringinn þó að það sé eiginlega allt of sterkt og hátíðlegt orðalag yfir þessa viðleitni.

Í dag rann síðan upp fyrir mér að ég er bara að drepa tímann þar til nýja Who-platan kemur út í lok næsta mánaðar. Þeir hafa nefnilega ekki verið afkastameiri en það að ég er búinn að hlusta á allt þeirra efni alveg í drep.

Ég hef í rauninni ekkert af viti að segja um tónlist og ætta að sleppa því að blogga hana.

þriðjudagur, september 26, 2006

Af gefnu tilefni

Ég hef ekki rekist á ókurteisan, hvað þá hættulegan táning í einhverja áratugi með einni undantekningu. Sá var í fráhvörfum á Eiðistorgi í hittifyrra, sló frá sér og gargaði. Annars rekst ég aldrei á unglinga sem kunna sig ekki og er ég þó töluvert á ferli.

Ég gæti trúað því að sífellt meira af markverðum skáldverkum verði á næstu árum gefið út hjá smærri forlögum, eða altént þeim sem ekki teljast meðal þeirra stærstu og virtustu: Edda, JPV og Bjartur. - Þrjár skáldsögur munu koma út hjá Nýhil í haust, þar á meðal næsta skáldsaga EÖN. Og því ekki það? Það hljómar a.m.k. ekki í mínum eyrum neitt voðalega low profile lengur að koma út hjá Nýhil, því síður eiginútgáfulega.

Önnur smærri forlög hafa verið að gera ágæta hluti, t.d. Græna húsið og Uppheimar. Miðað við titlafjölda er síðan tæpast hægt að segja að Salka og Skrudda séu lítil forlög. Raunar hefur Skrudda ekki verið stórtæk í skáldskap en gefið út merkileg rit í öðrum flokkum. Kjarvalsbókin sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í fyrra kom út hjá Nesútgáfunni. Það segir nokkuð um þróunina.

Það er tæpast hægt að ætlast til þess að þrjú forlög sinni allri markverðri bókaútgáfu. Hin forlögin þurfa hins vegar að hafa standard í efnisgæðum, frágangi, útliti og kynningu og þau sem ég hef nefnt hér hafa það og eflaust fleiri til. Þar með er ég ekki að mæla með því að þau setji sig á hausinn með auglýsingaflóði.

Vonandi munu þeir sem fjalla um bókmenntir ekki einblína á Eddu, JPV og Bjart. Fróðlegt verður að fylgjast með því úr hæfilegri fjarlægð núna fram að jólum.