föstudagur, janúar 05, 2007

http://truflun.net/hjorvar/2007/01/03/stella-blomkvist-fundin/#comments Hjörvar Pétursson setur fram athyglisverða kenningu um að Þorgrímur Þráinsson sé Stella Blómkvist. Þegar ég las þetta í hádeginu var ég staddur á Kaffitári í Bankastræti og settist nefndur Þorgrímur á næsta borð en við erum málkunnugir frá þeim tíma er hann var ritstjóri Íþróttablaðsins. Ég bar kenninguna undir hann og þótti ljóst af viðbrögðunum að hún stæðist ekki en hann hefði sannarlega ekkert á móti því að vera Stella Blómkvist. Honum þótti hugmyndin augljóslega frábær.

Annars hitti ég Skruddumenn í morgun og voru þeir nokkuð brattir. Sögðu mér að koma endilega með handritið í vor og ekki múra mig inni í einhverri fullkomnunaráráttu. Það eru því nokkuð krefjandi mánuðir framundan.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Hún Ingibjörg Sólrún má alveg verða forsætisráðherra mín vegna. Ég held hún myndi standa sig ágætlega í því embætti. Það sem mér líst hins vegar ekki á er samstjórn Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra. Samfylking plús Sjálfstæðisflokkur hljómar miklu betur.

Heidelberg


Það styttist í þetta.

Það er mynd af Kjartani utan á Fréttablaðinu í dag ásamt félögum. Hann er fjærst til vinstri.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Ég fór með mömmu, Erlu og krökkunum út a Suðurnes í gær að horfa á sjóinn. Það var froststilla en skyndilega fór að rigna. Ég hef aldrei áður lent í rigningu í frosti og hélt fyrst að þetta væri vatnsúði frá aðfallinu. En það var þá að snögghlýna. Stuttu síðar var komin fljúgandi hálka.

Í gær kláraði ég 2. hluta sögunnar og á þá bara 3ja hluta eftir sem óhjákvæmilega verður stuttur, eins konar eftirmáli. Síðan byrja ég að skrifa allt upp á nýtt í Heidelberg.