http://truflun.net/hjorvar/2007/01/03/stella-blomkvist-fundin/#comments Hjörvar Pétursson setur fram athyglisverða kenningu um að Þorgrímur Þráinsson sé Stella Blómkvist. Þegar ég las þetta í hádeginu var ég staddur á Kaffitári í Bankastræti og settist nefndur Þorgrímur á næsta borð en við erum málkunnugir frá þeim tíma er hann var ritstjóri Íþróttablaðsins. Ég bar kenninguna undir hann og þótti ljóst af viðbrögðunum að hún stæðist ekki en hann hefði sannarlega ekkert á móti því að vera Stella Blómkvist. Honum þótti hugmyndin augljóslega frábær.
Annars hitti ég Skruddumenn í morgun og voru þeir nokkuð brattir. Sögðu mér að koma endilega með handritið í vor og ekki múra mig inni í einhverri fullkomnunaráráttu. Það eru því nokkuð krefjandi mánuðir framundan.