föstudagur, mars 12, 2010

Einn og umvafinn



Það er föstudagur síðvetrar og vor í lofti. Ég er staddur á nánast tómu kaffihúsi, Espresso-barnum á Lækjartorgi, áður Segafredo, og kemur sem slíkt nokkuð fyrir í bókinni sem ég er að skrifa. Í henni eru fimm sögur sem tengjast saman og eru líka í framhaldi hver af annarri svo ég veit ekki hvort þetta er skáldsaga eða smásagnasafn. Ég ætla mér að klára bókina í ágúst og veit ekki hvort það tekst. Dagvinnan í Skjali þróast og venst vel og finnst mér gott að skrifa eftir vinnu. Allan júlímánuð verð ég síðan í listamannsíbúð í smáþorpi í Norðaustur-Þýskalandi og legg lokahönd á bókina ef þetta gengur upp. Skrudda gefur út í haust, kannski í innbrotinni kilju. Það er einmanalegt að skrifa. Ég á ástríka fjölskyldu, góða vini og marga kunningja, en samt húkir maður oftast einn yfir netblaðri, lestri og skriftum.