Fyrir tveimur árum eða hvenær sem er hefði einhvern getað dreymt að hann sæi Bobby Fischer á stætisvagnabiðstöð í Reykjavík, hann stæði þar íklæddur gallaskyrtu og rykfrakka, með derhúfu á höfðinu, og stigi síðan upp í sjöuna sem æki með hann vestureftir. Fólk dreymir svo margt og þetta er svona týpískur draumur. En undir lok föstudagsins þá gerðist nákvæmlega þetta. Ég horfði á Bobby Fischer sem stóð um 50 metra frá mér á næstu stoppistöð og beið eftir næsta vagni, rétt eins og ég. Hann fór í sjöuna, ég í fimmuna. Fólk veitti honum nánast enga athygli.
Það sem þig dreymir í nótt, lesandi góður, gæti hæglega verið raunveruleikinn síðar. Fyrir tilviljun þá, nota bene, ég trúi ekki á forspárgildið.