Ég var ánægður með jafnteflið gegn Dönum ekki síst þar sem það færir mér sirka 5000 kall í ágóða. Það er veðpottur í vinnunni og ég spáði 29-29. Ég held að enginn hafi komist svona nálægt niðurstöðunni.
Hitti Rúnar Helga og frú Guðrúnu ásamt minni Erlu á Segafredo í gærkvöld. Í kjölfarið fór ég einn á Ölstofuna þar sem ég hafði mælt mér mót við afar kunnuglegt andlit.
Á heimleiðinni hrópaði einhver úti á götu: Hei, meistari! - Ég þekkti ekki andlitið.
Skrepp á útsölu á eftir með Erlu og síðan er einhver viðbjóður á borð við bílaþvott. Í kvöld skrifa ég væntanlega niðri í vinnu.