sunnudagur, apríl 04, 2010

Mylsna, herra.

Hvað gerist í sögum um karla sem fara frá konunum sínum? Þeir kynnast annarri konu og eiginkonan reynir að komast upp á milli þeirra. Eða þeir vilja taka aftur saman við konuna sína en þurfa að berjast um hana við annan mann. Eða þeir flækjast í morðmál; eiginkonan fyrrverandi er myrt og þeir eru grunaðir um morðið.
Sögur hafa upphaf og endi en lífið heldur alltaf áfram. Sagan mín var sú að ég fór frá konunni minni annars vegar vegna þess að ég sá stúlku úti á götu sem mér virtist líta nákvæmlega eins út og konan mín fyrir 22 árum og hins vegar vegna rifrildis um ártal í sögu Eurovision-sönglagakeppninnar. Ég fékk mjög slæma hárklippingu hjá rakara í annarlegu ástandi og síðan bauð konan mín mér í kvöldmat.
Þetta var engin saga. Þetta var óskapnaður. En lífið er ekki saga, lífið er efniviður, formlaus klessa sem hægt er að móta sögur úr, eins og styttur úr grárri hrúgu af leir.