Smásagnaævintýri í Mími
http://mimir.is/index.php?option=com_content&task=view&id=552&Itemid=1
Óhætt er að smásagnanámskeiðið í Mími hafi gengið afskaplega vel. Fólk er að gera stórfína hluti og mér finnst eins og flestum þyki í senn erfitt og skemmtilegt að skrifa. Margar spennandi hugmyndir hafa fæðst í fyrstu textum nemenda og fín tilþrif í stíl komið í ljós. Mikil gerjun í gangi, smásagnalestur, smásagnaskrif, upplestur og umfram allt umræður og skipst á hugmyndum.
Við erum núna byrjuð að taka fyrir ýmis tæknibrögð góðra smásagnahöfunda og margt bendir til að nemendur mínir verði fljótir að tileinka sér sum þeirra.
Annað rennsli af smásagnanámskeiðinu hefst 19. mars. Skráning gengur vel en nokkur pláss eru ennþá laus. Á linknum fyrir ofan og neðan er frétt um námskeiðið á heimasíðu Mímis auk skráningar.
http://mimir.is/index.php?option=com_content&task=view&id=552&Itemid=1