Ég hætti ekki í vindlunum út af krökkunum en minnist þess samt að Freyja sá mig reykja fyrir norðan á dögunum og byrjaði strax að fussa. "Viltu kannski hringja á lögregluna?" sagði ég. Og hún tautaði: "Ég hefði ekkert á móti því". - Hún varð yfir sig glöð þegar ég tjáði henni tíðindin um reykbindindið. Ég sagði: "En ég ætla að halda áfram að drekka áfengi" - "Iss, mér er alveg sama um það, nema þú mættir ekki verða fyllibytta." - "En hvað með spikið?" spurði ég. Hún yppti öxlum. Henni er nákvæmlega sama um hversu feitur eða mjór ég er. - Við Erla vorum annars á gönguferð um gamla Vesturbæinn í kvöld og þá rak Erla augun í tóman sígarettupakka á gangstéttinni. Hún benti á pakkann og sagði: "Þetta er nákvæmlega ástæðan fyrir því að þú hættir að reykja". - Viðvörunin á pakkanum var nefnilega svohljóðandi: "Reykingar flýta fyrir öldrun húðarinnar."
Ég get víst ekki farið í hégómabindindi.
Loftið var rakt og hlýtt í kvöld. Þegar við nálguðumst Háskólabíó steig upp mikil og ilmandi poppkornslykt.
Tékkið á www.andriki.is Þar er drepfyndinn pistill um pólitískan rétttrúnað Morgunblaðsins.