Ég er hér með nýja tilkynningu um smásagnavettvang. Undanfarin tvö ár hef ég birt sögu í Smásagnablaði Nýs lífs, sem dreift er með Nýju lífi einu sinni á hverju sumri. Í dag fékk ég svo hljóðandi póst frá ritstjóranum:
Heill og sæll!
Mér datt í hug að benda þér á að við erum farnar að skyggnast um eftir efni í SMÁSÖGUBLAÐ sumarsins. Skilafrestur er 1. maí. Þú mátt gjarnan láta þetta ganga í "samfélagi smásagnahöfunda" á Netinu :)Við leitum að sögum um íslenskt nútímafólk, líf þess og samskipti. Fastir liðir eins og venjulega: Senda sögur á jonina@frodi.is og greiddar eru 20 þúsund krónur fyrir hverja birta sögu. Við reynum að senda höfundum einhver viðbrögð eins fljótt og við getum. Augljóslega er þó ekki hægt að bita nema brot af því efni sem berst - ífyrra voru okkur t.d. sendar 70-80 smásögur!!!Bestu kveðjur,Jónína c/o tímaritið NÝTT LÍF
Ég get sagt ykkur að það eiga allir sjens í þetta svo ég hvet óþekkta höfunda til að taka þátt. Þær spá bara í efnið og ekkert í hvort höfundurinn er nafn eða ekki. Það borgar sig að senda sögur með snörpum og spennandi söguþræði og óvæntur endir spillir ekki fyrir. Ég held líka að það henti ágætlega að senda sömu sögur í þetta og í hrollvekjukeppnina hjá Grandrokk. Blaðið kemur út töluvert löngu eftir að úrslit í þeirri keppni eru kynnt og birtingin í keppninni er alveg á huldu. Það er því ekkert sem mælir gegn því að birta slíkar sögur í Smásagnablaði Nýs lífs.