Gimme that old time blog
Ég vann við þýðingar í Austurstræti í allan dag. Ég næ sífellt betri tökum á verkefnunum og hef komist upp á lag með að stýra málum svo að ég er ekki þreyttur eftir daginn, líður bara vel og er til í allt.
Hjólaði upp á legendary bensínstöðina á mörkum Laugavegs og Suðurlandsbrautar og át pylsur í kvöldmat.
Kom mér síðan fyrir á barnum góða með kostulega nafninu, Studio 29, á Hlemmi. Þar leikur sér oft lítil tælensk eða filippísk eða indónesísk telpa, 3-4 ára. Þegar ég fékk latte-glasið mitt fylgdi því súkkulaðimoli í Síríus-bréfi. Telpan stóð rétt hjá mér og ég rétti henni molann. Hún starði dáleidd á molann, það glampaði á hann í útréttri hendi þessarar risastóru mannveru sem stóð fyrir ofan hana. Hún sagði "takk" og hljóp síðan eitthvert afsíðis með sælgætið, væntanlega til að vera viss um að fá að eiga það óskipt. - Ekki þótti mér verra að barnið hefði sig á brott, en þá þurftu þessir ótölvuvæddu karlar sem hér hanga að opna fyrir sjónvarpsfréttirnar og skrúfa þær upp. - Forða mér á Þjóðarbókhlöðuna á eftir.