Ég varð skyndilega þreyttur á gömlu hlaupaleiðinni dag og þegar ég var kominn út í Nauthólsvík ákvað ég að fara til baka í gegnum Vatnsmýrina og/eða Hringbraut. Það var sérkennilegt ferðalag og skokkæfingin fór sem slík í vaskinn því útilokað var að halda uppi mínu eðlilega tempói. Um tíma hafði ég ekki hugmynd um hvort ég kæmist yfirleitt heim, ég komst ýmist ekkert fyrir bílum eða fór í undarlega hringi upp í tilgangslausar göngubrýr sem leiddu mig ekki neitt.
Ég er ekki að segja að skipuleggja ætti þetta svæði með skokkara í huga en þetta er bara dæmi um hvað þessar framkvæmdir eru mikið rugl. Það ætti að vera ósköp einfalt að komast vestur í bæ frá Hótel Loftleiðum en sú flókna völundarleið minnir helst á draumarugl.