Brjálað föstudagskvöld
kl. 20.15 OA-fundur
kl. 21.30 Kaffi og kakó með Erlu á Súfistanum
kl. 23.00 Einfaldur Jack Daniels; nýja Who-platan á fóninn og lagið Mirror Door (soldið hátt en samt passa upp á nágrannana)
Smápistlar um bókmenntir, daglegt líf og fleira.
kl. 20.15 OA-fundur
Ég er ekki viss um að ég kaupi þessa Baugs samsæriskenningu Arnars Jenssonar. Tilefni skrifa Blaðsins er nefnilega augljóst: Hugmyndir sem uppi eru um að veita lögreglu auknar heimildir til óhefðbundinna rannsókna. - Af þessu tilefni rifjar Blaðið upp gömul mál um óhefðbundnar og vafasamar aðferðir lögreglunnar. Ég læt hins vegar öðrum eftir að meta sanngildi skrifa Blaðsins um þetta.
Nú er ég búinn að fá þrjár jólabækur sendar frítt til mín, smásagnasöfnin eftir Óskar Magnússon og Ólaf Jóhann og Sendiherrann eftir Braga Ólafsson. Er búinn með Óskar og langt kominn með Ólaf Jóhann.
Hvernig getur samband við konu á fertugsaldri verið kynlífshneyksli?
Um daginn hélt ég því fram að málflutningur Frjálslyndra væri ekki rasismi heldur fullkomlega eðlilegur. Ég átti hins vegar algjörlega eftir að gera upp við mig hvort ég væri sammála þeim.
Ég hitti Bjarna Klemenz á Iðu í kvöld. Hann var ekkert alltof sáttur við ritdóma sem þeir Nýhilbræður hafa fengið en samt frekar bjartsýnn. Mér finnst heldur þægilegt að vera í hlutverki lesandans í jólabókaflóðinu. Samt stefnum við nú alltaf á þessi ósköp, rithöfundarnir.
Það voru fáir á ferli og nánast allir sem hann sá voru erlendir ferðamenn. Það jók á einmanaleikann og af einhverjum ástæðum kvíðann sem magnaðist eftir því sem hann nálgaðist áfangastaðinn.
http://www.vettvangur.net/ Menning, pólitík og þjóðfélagsmál held ég að sé inntak þessa nýja vefjar sem mér hefur verið boðið að skrifa á. Nú þarf ég að láta mér detta eitthvað í hug.
Ég las fyrstu söguna í nýju smásagnasafni Ólafs Jóhanns, Aldingarðinum, í hádeginu. Mér fannst hún ljómandi góð og væri alveg til í að lesa alla bókina. Þetta er vænt safn, 12 sögur og hátt í 300 blaðsíður.
Skrapp í Eymundsson í dag og hitti þar fyrir Ívar úr Skruddu og Ævar Örn Jósefsson, báða spræka í nýbyrjuðu jólabókaflóðinu. Bók Ævars Arnar er óneitanlega feitur biti fyrir útgáfu Kristjáns Kristjánssonar á Akranesi, Uppheima.