föstudagur, ágúst 15, 2008

Munaðarnes

Ég var viku í sumarbústað í Munaðarnesi. Þar er allt til alls. 60 fermetra bústaðir, eldunaraðstaða, sjónvarp með handboltaleikjum af OL, þjónustumiðstöð með þráðlausu interneti.
Ég fylgdist því vandlega með fréttum en sleppti því að blogga. Nýr meirihluti í borgarstjórn er í sjálfu sér engar stórfréttir lengur. Fólk má svo sem vel hneykslast endalaust á tíðum meirihlutaskiptum en svona varð nú bara þessi atburðarás og nú er henni, held ég lokið. Ef ekki hefði komið til REI-málið sæti enn sá sami meirihluti og hóf kjörtímabilið. Þessi mun sitja til enda.

Ólafur F. var langt frá því alslæmur borgarstjóri. Sum stefnumál hans voru góð og hann var líka maður til að fylgja þeim eftir. En augljóst var að mikið vantaði upp á tillitsemina við samstarfsflokkinn og samstarfsvilja. Ólafur F. er einfaldlega ekki pólitíkus, til þess vantar hann m.a. lágmarks klókindi.

Í þjónustumiðstöðinni afgreiddi 14 ára piltur. Einstaklega duglegur, áhugasamur, kurteis og nákvæmur. Fyrir nokkrum áratugum þótti ekki tiltökumál að sjá svo góðan starfskraft á þessum aldri en þessi piltur tilheyrir í raun liðnum tíma. Hann á samt örugglega framtíðina fyrir sér.

Ég hef engan áhuga á Facebook en eðlilegt væri að maður eins og ég opnaði Myspace-síðu.

Það væri líka eðlilegt að hann væri kominn með a.m.k. BA-próf.

Og svo væri eðlilegt að hann héldi áfram að skrifa bækur.

Framtíðin er púsluspil.