Í tilefni af Michael Hudson.
Hvaða erlendu skuldir munu ganga frá íslensku þjóðarbúi ef við reynum að greiða þær?
Hvaða skuldir eigum við að neita að greiða?
Mér vitanlega mun mikill meirihluti erlendra skulda föllnu bankanna verða afskrifaður. Þar séu erlendir lánadrottnar að tapa stórfé.
Mér vitanlega verða Icesave skuldbindingarnar viðráðanlegar. Líklega innan við 100 milljarðar.
Ég veit ekki betur en fjárlagahallinn sem þarf að brúa sé ekki tilkominn vegna erlendra skulda. Innlendar skuldir ríkissjóðs aukast hins vegar verulega.
Mér vitanlega eru myntkörfulán lítill hluti af vanda húsnæðiseigenda þegar upp er staðið. Vandinn liggi m.a. í innlendum skuldum og geigvænlegu atvinnuleysi, þ.e. tekjufalli.
Hvaða erlendu skuldir eru þá að sliga okkur núna? Er verið að tala um erlendar skuldir fyrirtækja sem enn eru í rekstri, eins og Landsvirkjunar og sjávarútvegsfyrirtækja?
Getur einhver tekið léttan snúning á þetta?
Yfirleitt er staðan verri en bjartsýnismenn boða og skárri en framtíðarmynd bölsýnismanna.
En ég veit þetta ekki. Ég þykist ekki hafa vit á því sem ég veit ekkert um.