föstudagur, janúar 08, 2010

Mig dreymdi í morgun að ég rækist á gamlan kvenkynsvinnufélaga uppi á Fálkagötu. Ég ætlaði að heilsa henni með kossi (líklega undir áhrifum af nýlegum jólaboðum) en hún hörfaði undan eins og það væri óviðeigandi. Þá tók ég eftir því að framtennurnar í henni voru áberandi illa skemmdar.