sunnudagur, apríl 25, 2010

Kominn á DV-bloggið

Nú er endanlega ljóst að þessi síða verður ekki annað en safn um gömlu bloggárin. Ég er orðinn DV-bloggari og DV-bloggið virkar bæði eins og blogg af þessu tagi og sem pistlavettvangur. Ég er ekki farinn að blogga ennþá á DV en ég set eitthvað inn þar í vikunni. Þar verða mylsnur, smásögur, blogg og pistlar í Pressustílnum. Pressan er frábær en á dv.is er mín framtíð á netinu.