Hvað er skemmtilegra en gamlar bækur? Keypti tvö gömul smásagnasöfn eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson hjá Braga og Ara Gísla í gær. Á spássíu einnar síðu annarrar bókarinnar hefur verið skrifað mikið á máli sem virðist vera esperanto. Líklega hefur lesandinn freistað þess að þýða textann á síðunni yfir á þetta mál frekar en að um bókmenntalegar skýringar sé að ræða. Hvað ætli sé langt síðan þetta krot átti sér stað? 30 ár? 40 eða 50?
Samkvæmislíf með fræga fólkinu blasir við í dag. Í hádeginu hitti ég Rúnar Helga á kaffistofu Þjóðminjasafnsins og í kvöld ætla ég að drekka bjór með hinum eina og sanna Valdimar Tómassyni, skáldi, útgefanda, plakatálímara, vini rithöfunda, flogaveikisjúklingi og sveitapilti.